Hægt að ganga strax frá þriðjungi gjaldeyrislána 1. október 2010 06:00 Viðskipti Sendir verða út greiðsluseðlar eða uppgjör vegna tæplega þriðjungs bílalánasamninga í erlendri mynt nú í byrjun mánaðarins. Bæði Íslandsbanki Fjármögnun og SP fjármögnun hafa lokið endurútreikningi á lánum sem verið hafa með sama greiðanda frá upphafi. Fjöldi þeirra sem fyrsta kastið fá endurútreikning hjá Íslandsbanka er 5.260 talsins, en alls þarf bankinn að endurreikna á tólfta þúsund lána. Heildarfjöldi samninga hjá SP er nærri 30 þúsundum, en þar hefur verið lokið við endurútreikning 7.800 lána. Fjárútlát vegna ofgreiðslna liggja þó ekki enn fyrir. Eftir bankahrun hægði á greiðslum vegna margvíslegra úrræða sem lánafyrirtækin buðu upp á. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa því á milli 50 og 60 prósent lántakenda ekki ofgreitt af lánum sínum. Þá eru dæmi um að þótt komið hafi til ofgreiðslna sem myndi inneign hjá lánafyrirtækinu, þá sé hún minni en nemur eftirstöðvum lánsins. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, segir fyrstu greiðsluseðla eða uppgjör verða senda viðskiptavinum um miðjan mánuðinn. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að útreikningurinn verði sem réttastur," segir hann. Samningar Avant eru á bilinu átta til tíu þúsund og segir hann að í fyrsta áfanga verði hægt að endurreikna 20 til 30 prósent þeirra. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta strax í dag skoðað stöðu lána sinna á vef Íslandsbanka Fjármögnunar. Hafi verið ofgreitt af láni er hægt að lækka eftirstöðvar þess eða láta millifæra inn á bankareikning. Nýr gjalddagi með nýrri afborgun verður í nóvember. „Starfsmenn bankans hafa unnið sleitulaust að því að endurreikna lán viðskiptavina og stór hluti þeirra getur nú séð útreikning lánsins og gengið frá honum á vefsíðu bankans," segir Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslandsbanka Fjármögnunar. „Fram undan er mikil vinna við að klára þessa endurútreikninga og vonandi leysist fljótt úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvernig haga skuli uppgjöri þeirra sem hafa yfirtekið lán eða samninga." Haraldur Ólafsson, forstöðumaður verkefna- og þjónustusviðs hjá SP-Fjármögnun, segir endurútreikning þar liggja fyrir strax á mánudag. Hann vonast til þess að með boðuðu lagafrumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra vegna gengislánadómsins um miðjan mánuðinn verði eytt óvissu um hvernig ganga skuli frá þeim lánum sem út af standa. „Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, vonandi í nóvember, þá verðum við tilbúin með okkar útreikning hvaða leið sem verður fyrir valinu." Framkvæmdastjóri Lýsingar svaraði ekki fyrirspurn um stöðu endurútreiknings. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Viðskipti Sendir verða út greiðsluseðlar eða uppgjör vegna tæplega þriðjungs bílalánasamninga í erlendri mynt nú í byrjun mánaðarins. Bæði Íslandsbanki Fjármögnun og SP fjármögnun hafa lokið endurútreikningi á lánum sem verið hafa með sama greiðanda frá upphafi. Fjöldi þeirra sem fyrsta kastið fá endurútreikning hjá Íslandsbanka er 5.260 talsins, en alls þarf bankinn að endurreikna á tólfta þúsund lána. Heildarfjöldi samninga hjá SP er nærri 30 þúsundum, en þar hefur verið lokið við endurútreikning 7.800 lána. Fjárútlát vegna ofgreiðslna liggja þó ekki enn fyrir. Eftir bankahrun hægði á greiðslum vegna margvíslegra úrræða sem lánafyrirtækin buðu upp á. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa því á milli 50 og 60 prósent lántakenda ekki ofgreitt af lánum sínum. Þá eru dæmi um að þótt komið hafi til ofgreiðslna sem myndi inneign hjá lánafyrirtækinu, þá sé hún minni en nemur eftirstöðvum lánsins. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, segir fyrstu greiðsluseðla eða uppgjör verða senda viðskiptavinum um miðjan mánuðinn. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að útreikningurinn verði sem réttastur," segir hann. Samningar Avant eru á bilinu átta til tíu þúsund og segir hann að í fyrsta áfanga verði hægt að endurreikna 20 til 30 prósent þeirra. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta strax í dag skoðað stöðu lána sinna á vef Íslandsbanka Fjármögnunar. Hafi verið ofgreitt af láni er hægt að lækka eftirstöðvar þess eða láta millifæra inn á bankareikning. Nýr gjalddagi með nýrri afborgun verður í nóvember. „Starfsmenn bankans hafa unnið sleitulaust að því að endurreikna lán viðskiptavina og stór hluti þeirra getur nú séð útreikning lánsins og gengið frá honum á vefsíðu bankans," segir Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslandsbanka Fjármögnunar. „Fram undan er mikil vinna við að klára þessa endurútreikninga og vonandi leysist fljótt úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvernig haga skuli uppgjöri þeirra sem hafa yfirtekið lán eða samninga." Haraldur Ólafsson, forstöðumaður verkefna- og þjónustusviðs hjá SP-Fjármögnun, segir endurútreikning þar liggja fyrir strax á mánudag. Hann vonast til þess að með boðuðu lagafrumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra vegna gengislánadómsins um miðjan mánuðinn verði eytt óvissu um hvernig ganga skuli frá þeim lánum sem út af standa. „Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, vonandi í nóvember, þá verðum við tilbúin með okkar útreikning hvaða leið sem verður fyrir valinu." Framkvæmdastjóri Lýsingar svaraði ekki fyrirspurn um stöðu endurútreiknings. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira