Hægt að ganga strax frá þriðjungi gjaldeyrislána 1. október 2010 06:00 Viðskipti Sendir verða út greiðsluseðlar eða uppgjör vegna tæplega þriðjungs bílalánasamninga í erlendri mynt nú í byrjun mánaðarins. Bæði Íslandsbanki Fjármögnun og SP fjármögnun hafa lokið endurútreikningi á lánum sem verið hafa með sama greiðanda frá upphafi. Fjöldi þeirra sem fyrsta kastið fá endurútreikning hjá Íslandsbanka er 5.260 talsins, en alls þarf bankinn að endurreikna á tólfta þúsund lána. Heildarfjöldi samninga hjá SP er nærri 30 þúsundum, en þar hefur verið lokið við endurútreikning 7.800 lána. Fjárútlát vegna ofgreiðslna liggja þó ekki enn fyrir. Eftir bankahrun hægði á greiðslum vegna margvíslegra úrræða sem lánafyrirtækin buðu upp á. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa því á milli 50 og 60 prósent lántakenda ekki ofgreitt af lánum sínum. Þá eru dæmi um að þótt komið hafi til ofgreiðslna sem myndi inneign hjá lánafyrirtækinu, þá sé hún minni en nemur eftirstöðvum lánsins. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, segir fyrstu greiðsluseðla eða uppgjör verða senda viðskiptavinum um miðjan mánuðinn. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að útreikningurinn verði sem réttastur," segir hann. Samningar Avant eru á bilinu átta til tíu þúsund og segir hann að í fyrsta áfanga verði hægt að endurreikna 20 til 30 prósent þeirra. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta strax í dag skoðað stöðu lána sinna á vef Íslandsbanka Fjármögnunar. Hafi verið ofgreitt af láni er hægt að lækka eftirstöðvar þess eða láta millifæra inn á bankareikning. Nýr gjalddagi með nýrri afborgun verður í nóvember. „Starfsmenn bankans hafa unnið sleitulaust að því að endurreikna lán viðskiptavina og stór hluti þeirra getur nú séð útreikning lánsins og gengið frá honum á vefsíðu bankans," segir Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslandsbanka Fjármögnunar. „Fram undan er mikil vinna við að klára þessa endurútreikninga og vonandi leysist fljótt úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvernig haga skuli uppgjöri þeirra sem hafa yfirtekið lán eða samninga." Haraldur Ólafsson, forstöðumaður verkefna- og þjónustusviðs hjá SP-Fjármögnun, segir endurútreikning þar liggja fyrir strax á mánudag. Hann vonast til þess að með boðuðu lagafrumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra vegna gengislánadómsins um miðjan mánuðinn verði eytt óvissu um hvernig ganga skuli frá þeim lánum sem út af standa. „Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, vonandi í nóvember, þá verðum við tilbúin með okkar útreikning hvaða leið sem verður fyrir valinu." Framkvæmdastjóri Lýsingar svaraði ekki fyrirspurn um stöðu endurútreiknings. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Viðskipti Sendir verða út greiðsluseðlar eða uppgjör vegna tæplega þriðjungs bílalánasamninga í erlendri mynt nú í byrjun mánaðarins. Bæði Íslandsbanki Fjármögnun og SP fjármögnun hafa lokið endurútreikningi á lánum sem verið hafa með sama greiðanda frá upphafi. Fjöldi þeirra sem fyrsta kastið fá endurútreikning hjá Íslandsbanka er 5.260 talsins, en alls þarf bankinn að endurreikna á tólfta þúsund lána. Heildarfjöldi samninga hjá SP er nærri 30 þúsundum, en þar hefur verið lokið við endurútreikning 7.800 lána. Fjárútlát vegna ofgreiðslna liggja þó ekki enn fyrir. Eftir bankahrun hægði á greiðslum vegna margvíslegra úrræða sem lánafyrirtækin buðu upp á. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa því á milli 50 og 60 prósent lántakenda ekki ofgreitt af lánum sínum. Þá eru dæmi um að þótt komið hafi til ofgreiðslna sem myndi inneign hjá lánafyrirtækinu, þá sé hún minni en nemur eftirstöðvum lánsins. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, segir fyrstu greiðsluseðla eða uppgjör verða senda viðskiptavinum um miðjan mánuðinn. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að útreikningurinn verði sem réttastur," segir hann. Samningar Avant eru á bilinu átta til tíu þúsund og segir hann að í fyrsta áfanga verði hægt að endurreikna 20 til 30 prósent þeirra. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta strax í dag skoðað stöðu lána sinna á vef Íslandsbanka Fjármögnunar. Hafi verið ofgreitt af láni er hægt að lækka eftirstöðvar þess eða láta millifæra inn á bankareikning. Nýr gjalddagi með nýrri afborgun verður í nóvember. „Starfsmenn bankans hafa unnið sleitulaust að því að endurreikna lán viðskiptavina og stór hluti þeirra getur nú séð útreikning lánsins og gengið frá honum á vefsíðu bankans," segir Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslandsbanka Fjármögnunar. „Fram undan er mikil vinna við að klára þessa endurútreikninga og vonandi leysist fljótt úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvernig haga skuli uppgjöri þeirra sem hafa yfirtekið lán eða samninga." Haraldur Ólafsson, forstöðumaður verkefna- og þjónustusviðs hjá SP-Fjármögnun, segir endurútreikning þar liggja fyrir strax á mánudag. Hann vonast til þess að með boðuðu lagafrumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra vegna gengislánadómsins um miðjan mánuðinn verði eytt óvissu um hvernig ganga skuli frá þeim lánum sem út af standa. „Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, vonandi í nóvember, þá verðum við tilbúin með okkar útreikning hvaða leið sem verður fyrir valinu." Framkvæmdastjóri Lýsingar svaraði ekki fyrirspurn um stöðu endurútreiknings. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira