Erlent

Trylltust yfir klippingu

Óli Tynes skrifar

Lögreglan í danska smábænum Vordingborg var kölluð út í gær þegar fjölskylda trylltist yfir klippingu yngstu dótturinnar.

Telpan hafði farið ein á hárgreiðslustofuna. Þegar hún kom heim var fjölskyldan svo óánægð með útlit hennar að hún þusti að hágreiðslustofunni.

Það var nýbúið að loka henni en fólkið barði öskrandi á glugga og dyr og lét svo ófriðlega að hárskerinn varð dauðhræddur.

Hann hringdi í lögregluna sem hraðaði sér á vettvang. Móðirin hafði víst haft sig mest í frammi í ólátunum. Hún var sektuð um tæpar 17 þúsund krónur fyrir götuóeirðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×