Handbolti

Þýski handboltinn: Alexander skoraði fimm mörk

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alexander Pettersson.
Alexander Pettersson. Bongarts/Getty images

Þrír leikir voru á dagskrá í þýska handboltanum í kvöld og að vanda voru nokkrir Íslendingar þar í eldlínunni.

Alexander Pettersson skoraði fimm mörk í 34-23 sigri Flensburg gegn Düsseldorf en Sturla Ásgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Düsseldorf.

Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo sem vann 29-18 sigur gegn Wetzlar en Logi Geirsson komst ekki á blað.

Þá var Sverre Andreas Jakobsson kominn aftur í baráttuna með Grosswallstadt eftir tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla þegar liðið vann 26-29 sigur gegn Melsungen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×