Jón Sigurðsson verður ekki í stjórn Íslandsbanka Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2010 11:52 Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME og ráðherra, hyggst ekki taka sæti í stjórn Íslandsbanka. Jón sagði í samtali við fréttastofu í morgun að leitað hefði verið til sín með setu í stjórn bankans í huga. Hann sagðist ekki hafa sóst eftir því sjálfur, heldur hefði verið komið að máli við hann að fyrra bragði. Hann hefði síðan tekið þá ákvörðun að taka ekki sæti í stjórn bankans. Eins og fréttastofa hefur greint frá var Jón meðal þeirra sem tilnefndir voru með óformlegri tilnefningu til Fjármálaeftirlitsins sem stjórnarmenn í Íslandsbanka. Aðrir sem voru tilnefndir eru Árni Tómasson og fjórir erlendir menn. Sérstakt dótturfélag skilanefndar Glitnis, ISB Holding, heldur utan um 95 prósenta hlut skilanefndarinnar í Íslandsbanka. ISB Holding átti að tilnefna stjórnarmenn en eins og fréttastofa greindi frá hinn 28. desember síðastliðinn hafði stjórn þess félags ekkert um hinar óformlegu tilnefningar að segja. Þær höfðu verið ákveðnar áður af skilanefnd bankans. Það stangaðist á við upplýsingar frá skilanefndinni sjálfri, sem vildi ekkert upplýsa um tilnefningu Árna. Jafnframt voru þær upplýsingar veittar að Jón Sigurðsson hefði verið valinn því hann nyti trausts á alþjóðlegum vettvangi og meðal kröfuhafa Glitnis. Í gær gaf FME grænt ljós á eignarhald ISB Holding í Íslandsbanka, en eftirlitið hafði áður hafnað því að skilanefndin gæti átt hlut í bankanum með beinni eignaraðild, enda er skilanefndin í raun þrotabú og þrotabú geta ekki verið hluthafar í fjármálafyrirtækjum samkvæmt lögum. FME setti ákveðin skilyrði fyrir eignarhaldi ISB Holding í Íslandsbanka, m.a um skipun stjórnar ISB Holding og skipun stjórnar Íslandsbanka. Meðal þessara skilyrða er að skilnefnd Glitnis geti aðeins fengið einn fulltrúa í stjórn bankans. Aðrir stjórnarmenn skuli vera óháðir og megi ekki sitja í umboði kröfuhafa Glitnis. Tengdar fréttir Skilanefnd líklega þegar brotið skilyrði FME Samkvæmt lögum geta þrotabú ekki verið hluthafar í bönkum. Fjármálaeftirlitið (FME) samþykkti ekki skilanefnd Glitnis sem eiganda íslandsbanka og því var sú leið farin hjá skilanefndinni að stofna sérstakt dótturfélag, ISB Holding, til að halda utan um 95 prósent hlut skilanefndarinnar í bankanum. 7. janúar 2010 19:04 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME og ráðherra, hyggst ekki taka sæti í stjórn Íslandsbanka. Jón sagði í samtali við fréttastofu í morgun að leitað hefði verið til sín með setu í stjórn bankans í huga. Hann sagðist ekki hafa sóst eftir því sjálfur, heldur hefði verið komið að máli við hann að fyrra bragði. Hann hefði síðan tekið þá ákvörðun að taka ekki sæti í stjórn bankans. Eins og fréttastofa hefur greint frá var Jón meðal þeirra sem tilnefndir voru með óformlegri tilnefningu til Fjármálaeftirlitsins sem stjórnarmenn í Íslandsbanka. Aðrir sem voru tilnefndir eru Árni Tómasson og fjórir erlendir menn. Sérstakt dótturfélag skilanefndar Glitnis, ISB Holding, heldur utan um 95 prósenta hlut skilanefndarinnar í Íslandsbanka. ISB Holding átti að tilnefna stjórnarmenn en eins og fréttastofa greindi frá hinn 28. desember síðastliðinn hafði stjórn þess félags ekkert um hinar óformlegu tilnefningar að segja. Þær höfðu verið ákveðnar áður af skilanefnd bankans. Það stangaðist á við upplýsingar frá skilanefndinni sjálfri, sem vildi ekkert upplýsa um tilnefningu Árna. Jafnframt voru þær upplýsingar veittar að Jón Sigurðsson hefði verið valinn því hann nyti trausts á alþjóðlegum vettvangi og meðal kröfuhafa Glitnis. Í gær gaf FME grænt ljós á eignarhald ISB Holding í Íslandsbanka, en eftirlitið hafði áður hafnað því að skilanefndin gæti átt hlut í bankanum með beinni eignaraðild, enda er skilanefndin í raun þrotabú og þrotabú geta ekki verið hluthafar í fjármálafyrirtækjum samkvæmt lögum. FME setti ákveðin skilyrði fyrir eignarhaldi ISB Holding í Íslandsbanka, m.a um skipun stjórnar ISB Holding og skipun stjórnar Íslandsbanka. Meðal þessara skilyrða er að skilnefnd Glitnis geti aðeins fengið einn fulltrúa í stjórn bankans. Aðrir stjórnarmenn skuli vera óháðir og megi ekki sitja í umboði kröfuhafa Glitnis.
Tengdar fréttir Skilanefnd líklega þegar brotið skilyrði FME Samkvæmt lögum geta þrotabú ekki verið hluthafar í bönkum. Fjármálaeftirlitið (FME) samþykkti ekki skilanefnd Glitnis sem eiganda íslandsbanka og því var sú leið farin hjá skilanefndinni að stofna sérstakt dótturfélag, ISB Holding, til að halda utan um 95 prósent hlut skilanefndarinnar í bankanum. 7. janúar 2010 19:04 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Skilanefnd líklega þegar brotið skilyrði FME Samkvæmt lögum geta þrotabú ekki verið hluthafar í bönkum. Fjármálaeftirlitið (FME) samþykkti ekki skilanefnd Glitnis sem eiganda íslandsbanka og því var sú leið farin hjá skilanefndinni að stofna sérstakt dótturfélag, ISB Holding, til að halda utan um 95 prósent hlut skilanefndarinnar í bankanum. 7. janúar 2010 19:04