Erlent

Flugslys í Alaska

Óli Tynes skrifar
Mikil sprenging varð þegar vélin skall til jarðar.
Mikil sprenging varð þegar vélin skall til jarðar. Mynd/AP
Þrír menn létu lífið þegar stór fragtflugvél þeirra hrapaði til jarðar í aðflugi að Denali þjóðgarðinum í Alaska á sunnudag.

Mikil sprenging varð og eldhaf þegar vélin skall til jarðar. Veður var ágætt á þessum slóðum og ekkert vitað um orsök slyssins.

Sjónarvottar segja að vélin hafi tekið mjög krappa beygju og verið nánast á hvolfi þegar hún svo steyptist lóðrétt til jarðar.

Vélin var að gerðinni Fairchild C-123. Bandaríski herinn notaði mikið af þessari vélartegund á árum áður en staðfest hefur verið að þessi vél tilheyrði honum ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×