Erlent

Norsku skipi bjargað frá sjóræningjum

Óli Tynes skrifar
´Sjö sjóræningjar voru handteknir.
´Sjö sjóræningjar voru handteknir. Úr myndasafni.

Spænsk freigáta bjargaði í dag norsku flutningaskipi sem sjóræningjar höfðu ráðist á í Aden flóa.

Sjóræningjarnir skutu á norska skipið sem svaraði fyrir sig með öflugum vatnsdælum til að hindra þá í að komast um borð.

Spænska freigátan sendi þyrlu á vettvang og eftir aðvörunarskot frá henni lögðu sjóræningjarnir á flótta.

Spánverjarnir skutu þá fleiri aðvörunarskotum og sjóræningjarnir stoppuðu bát sinn og freigátan hirti þá upp.

Sjö sjóræningjar voru handteknir og er talið að þeir séu allir frá Sómalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×