Breska olíufélagið BP mun í dag leggja lokahönd á stöðvun olíulekans á Mexíkóflóa þegar síðustu prófanir á olíuleiðslunni sem lokað var fara fram.
Síðan er ætlunin að dæla steypu og leðju ofan í leiðsluna og innsigla hana þannig.
Nú er talið að tæplega 5 milljónir tunna af olíu hafi lekið úr leiðslunni í Mexíkóflóa og er þetta stærsta mengunarslys í sögu Bandaríkjanna.