Askan reynist góð í steinsteypu 9. júlí 2010 19:05 Aska úr Eyjafjallajökli Rannsókn á öskunni úr Eyjafjallajökli hefur leitt í ljós að hún er afbragðs bætiefni í steinsteypu og vinnur gegn alkalívirkni, sem hefur verið helsti veikleiki íslensku steypunnar. Undir Eyjafjöllum eru menn þegar byrjaðir að steypa úr öskunni. Eftir Vestmannaeyjagosið 1973 töluðu menn um að það hefði kannski leitt ýmislegt jákvætt af sér, eins og betri höfn og meira skjól. Á sama hátt eru menn farnir að tala um það núna að askan úr Eyjafjallajökli, sem menn hafa bölvað hvað mest, sé kannski ekki alveg alslæm. Bóndinn á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson, er meðal þeirra sem eiga mikið meira en nóg af nýfallinni ösku í túnfætinum. En því þá ekki að nýta hana? Fyrir þremur vikum ákvað hann í samstarfi við múrarameistara að prófa hana sem steypuefni þegar leggja þurfti nýtt gólf á skemmu, sem hýsa á repjuolíuverksmiðju. Askan var notuð 100 prósent á móti sementi. Útkoman? "Þetta var mjög gott að vinna þetta og múrarinn sagðist bara ekki hafa komist í betra efni," segir Ólafur og bætir við að gólfið sé spegilslétt og mjög sterkt og fínt að sjá. Samanburðarprófanir á rannsóknarstofu verkfræðistofunnar Mannvits sýna að í venjulegri steypu komu fram litlar sprungur en ef ösku var blandað í steypuna sáust engar slíkar sprungur. Askan úr Eyjafjallajökli reynist vera glerkennd og rík af kísilsýru. Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri rannsóknarstofunnar, segir að fyrstu niðurstöður bendi til þess að askan geti verið áhugavert bætiefni í steinsteypu og slegið á alkalívirkni. Hún gæti þessvegna komið í stað innflutts bætiefnis. Þessar niðurstöður hafa þegar vakið athygli út fyrir landsteinana og nýlega kom til landsins danskur steypusérfræðingur sem hyggst í samvinnu við Mannvit rannsaka Eyjafjallaöskuna og aðra íslenska ösku nánar, og telur Þorbjörg þannig hugsanlegt að eldgosið leiði af sér útflutningsvöru. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Rannsókn á öskunni úr Eyjafjallajökli hefur leitt í ljós að hún er afbragðs bætiefni í steinsteypu og vinnur gegn alkalívirkni, sem hefur verið helsti veikleiki íslensku steypunnar. Undir Eyjafjöllum eru menn þegar byrjaðir að steypa úr öskunni. Eftir Vestmannaeyjagosið 1973 töluðu menn um að það hefði kannski leitt ýmislegt jákvætt af sér, eins og betri höfn og meira skjól. Á sama hátt eru menn farnir að tala um það núna að askan úr Eyjafjallajökli, sem menn hafa bölvað hvað mest, sé kannski ekki alveg alslæm. Bóndinn á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson, er meðal þeirra sem eiga mikið meira en nóg af nýfallinni ösku í túnfætinum. En því þá ekki að nýta hana? Fyrir þremur vikum ákvað hann í samstarfi við múrarameistara að prófa hana sem steypuefni þegar leggja þurfti nýtt gólf á skemmu, sem hýsa á repjuolíuverksmiðju. Askan var notuð 100 prósent á móti sementi. Útkoman? "Þetta var mjög gott að vinna þetta og múrarinn sagðist bara ekki hafa komist í betra efni," segir Ólafur og bætir við að gólfið sé spegilslétt og mjög sterkt og fínt að sjá. Samanburðarprófanir á rannsóknarstofu verkfræðistofunnar Mannvits sýna að í venjulegri steypu komu fram litlar sprungur en ef ösku var blandað í steypuna sáust engar slíkar sprungur. Askan úr Eyjafjallajökli reynist vera glerkennd og rík af kísilsýru. Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri rannsóknarstofunnar, segir að fyrstu niðurstöður bendi til þess að askan geti verið áhugavert bætiefni í steinsteypu og slegið á alkalívirkni. Hún gæti þessvegna komið í stað innflutts bætiefnis. Þessar niðurstöður hafa þegar vakið athygli út fyrir landsteinana og nýlega kom til landsins danskur steypusérfræðingur sem hyggst í samvinnu við Mannvit rannsaka Eyjafjallaöskuna og aðra íslenska ösku nánar, og telur Þorbjörg þannig hugsanlegt að eldgosið leiði af sér útflutningsvöru.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira