Tilboð halda verslun uppi í kreppunni Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 1. desember 2010 08:00 Emil B. Karlsson rannsóknarsetur verslunarinnar háskólinn bifröst smásöluvísitala Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. „Eftir að fór að harðna í dalnum hjá okkur hefur verið meira um tilboð nálægt desember, við jólin. Það var ekki áður fyrr þegar við höfðum meira á milli handanna," segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann bætir við að eftirtektarvert sé hversu lítið hafi dregist saman í sölu raftækja. „Það er eina tegund verslana sem við mælum aukningu í," bendir hann á. Samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunnar dróst sala í dagvöruverslun saman um 0,8 prósent í október miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta í fataverslun dróst saman um var 7,6 prósent á föstu verðlagi á milli ára. Velta í raftækjaverslun jókst hins vegar um nítján prósent. Emil bendir á að fólk miði innkaup sín í meiri mæli við útsölur en áður og rifjar upp að í október hafi opnað ný raftækjaverslun úti á Granda í Reykjavík. Fólk hafi í miklum mæli nýtt sér opnunartilboð í tilefni dagsins. „Það er meira um tilboð núna en áður," segir Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur um tuttugu tískuvöruverslanir. Hún bætir við að þegar reglubundnum útsölum ljúki í september líði langur tími fram að næstu útsöluvertíð, sem iðulega er eftir áramótin. Hún bætir við að tilboð á einstaka vörum sé jafnframt algeng leið til að rýma fyrir jólasendingum. „En afslættirnir hafa hækkað. Þeir sem áður voru tíu prósent eru nú komnir í tuttugu prósent," segir hún og tekur í svipaðan streng og Emil; opnun nýrra verslana hafi jákvæð áhrif á neytendur. NTC opnaði verslun í stærra húsnæði undir merkjum Evu við Laugaveg fyrir tæpri viku. Svava segir á bilinu sjö til átta hundruð manns hafa komið á opnunardegi og jólatraffík verið fram eftir helgi. „Við verðum að hafa meira að gera og því grípum við til þessa ráðs og bjóða afslætti. Fólk hleypur á eftir tilboðum," segir Haraldur Bergsson, framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Hann bendir á að innkaupin hafi að sama skapi breyst. „Áður fyrr keypti fólk það sem var á tilboði hverju sinni og eitthvað með því. Það gerist ekki núna. Nú kaupir fólk bara vöruna sem er á tilboði," segir hann. Fréttir Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Sjá meira
Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. „Eftir að fór að harðna í dalnum hjá okkur hefur verið meira um tilboð nálægt desember, við jólin. Það var ekki áður fyrr þegar við höfðum meira á milli handanna," segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann bætir við að eftirtektarvert sé hversu lítið hafi dregist saman í sölu raftækja. „Það er eina tegund verslana sem við mælum aukningu í," bendir hann á. Samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunnar dróst sala í dagvöruverslun saman um 0,8 prósent í október miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta í fataverslun dróst saman um var 7,6 prósent á föstu verðlagi á milli ára. Velta í raftækjaverslun jókst hins vegar um nítján prósent. Emil bendir á að fólk miði innkaup sín í meiri mæli við útsölur en áður og rifjar upp að í október hafi opnað ný raftækjaverslun úti á Granda í Reykjavík. Fólk hafi í miklum mæli nýtt sér opnunartilboð í tilefni dagsins. „Það er meira um tilboð núna en áður," segir Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur um tuttugu tískuvöruverslanir. Hún bætir við að þegar reglubundnum útsölum ljúki í september líði langur tími fram að næstu útsöluvertíð, sem iðulega er eftir áramótin. Hún bætir við að tilboð á einstaka vörum sé jafnframt algeng leið til að rýma fyrir jólasendingum. „En afslættirnir hafa hækkað. Þeir sem áður voru tíu prósent eru nú komnir í tuttugu prósent," segir hún og tekur í svipaðan streng og Emil; opnun nýrra verslana hafi jákvæð áhrif á neytendur. NTC opnaði verslun í stærra húsnæði undir merkjum Evu við Laugaveg fyrir tæpri viku. Svava segir á bilinu sjö til átta hundruð manns hafa komið á opnunardegi og jólatraffík verið fram eftir helgi. „Við verðum að hafa meira að gera og því grípum við til þessa ráðs og bjóða afslætti. Fólk hleypur á eftir tilboðum," segir Haraldur Bergsson, framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Hann bendir á að innkaupin hafi að sama skapi breyst. „Áður fyrr keypti fólk það sem var á tilboði hverju sinni og eitthvað með því. Það gerist ekki núna. Nú kaupir fólk bara vöruna sem er á tilboði," segir hann.
Fréttir Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Sjá meira