Tilboð halda verslun uppi í kreppunni Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 1. desember 2010 08:00 Emil B. Karlsson rannsóknarsetur verslunarinnar háskólinn bifröst smásöluvísitala Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. „Eftir að fór að harðna í dalnum hjá okkur hefur verið meira um tilboð nálægt desember, við jólin. Það var ekki áður fyrr þegar við höfðum meira á milli handanna," segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann bætir við að eftirtektarvert sé hversu lítið hafi dregist saman í sölu raftækja. „Það er eina tegund verslana sem við mælum aukningu í," bendir hann á. Samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunnar dróst sala í dagvöruverslun saman um 0,8 prósent í október miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta í fataverslun dróst saman um var 7,6 prósent á föstu verðlagi á milli ára. Velta í raftækjaverslun jókst hins vegar um nítján prósent. Emil bendir á að fólk miði innkaup sín í meiri mæli við útsölur en áður og rifjar upp að í október hafi opnað ný raftækjaverslun úti á Granda í Reykjavík. Fólk hafi í miklum mæli nýtt sér opnunartilboð í tilefni dagsins. „Það er meira um tilboð núna en áður," segir Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur um tuttugu tískuvöruverslanir. Hún bætir við að þegar reglubundnum útsölum ljúki í september líði langur tími fram að næstu útsöluvertíð, sem iðulega er eftir áramótin. Hún bætir við að tilboð á einstaka vörum sé jafnframt algeng leið til að rýma fyrir jólasendingum. „En afslættirnir hafa hækkað. Þeir sem áður voru tíu prósent eru nú komnir í tuttugu prósent," segir hún og tekur í svipaðan streng og Emil; opnun nýrra verslana hafi jákvæð áhrif á neytendur. NTC opnaði verslun í stærra húsnæði undir merkjum Evu við Laugaveg fyrir tæpri viku. Svava segir á bilinu sjö til átta hundruð manns hafa komið á opnunardegi og jólatraffík verið fram eftir helgi. „Við verðum að hafa meira að gera og því grípum við til þessa ráðs og bjóða afslætti. Fólk hleypur á eftir tilboðum," segir Haraldur Bergsson, framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Hann bendir á að innkaupin hafi að sama skapi breyst. „Áður fyrr keypti fólk það sem var á tilboði hverju sinni og eitthvað með því. Það gerist ekki núna. Nú kaupir fólk bara vöruna sem er á tilboði," segir hann. Fréttir Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. „Eftir að fór að harðna í dalnum hjá okkur hefur verið meira um tilboð nálægt desember, við jólin. Það var ekki áður fyrr þegar við höfðum meira á milli handanna," segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann bætir við að eftirtektarvert sé hversu lítið hafi dregist saman í sölu raftækja. „Það er eina tegund verslana sem við mælum aukningu í," bendir hann á. Samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunnar dróst sala í dagvöruverslun saman um 0,8 prósent í október miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta í fataverslun dróst saman um var 7,6 prósent á föstu verðlagi á milli ára. Velta í raftækjaverslun jókst hins vegar um nítján prósent. Emil bendir á að fólk miði innkaup sín í meiri mæli við útsölur en áður og rifjar upp að í október hafi opnað ný raftækjaverslun úti á Granda í Reykjavík. Fólk hafi í miklum mæli nýtt sér opnunartilboð í tilefni dagsins. „Það er meira um tilboð núna en áður," segir Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur um tuttugu tískuvöruverslanir. Hún bætir við að þegar reglubundnum útsölum ljúki í september líði langur tími fram að næstu útsöluvertíð, sem iðulega er eftir áramótin. Hún bætir við að tilboð á einstaka vörum sé jafnframt algeng leið til að rýma fyrir jólasendingum. „En afslættirnir hafa hækkað. Þeir sem áður voru tíu prósent eru nú komnir í tuttugu prósent," segir hún og tekur í svipaðan streng og Emil; opnun nýrra verslana hafi jákvæð áhrif á neytendur. NTC opnaði verslun í stærra húsnæði undir merkjum Evu við Laugaveg fyrir tæpri viku. Svava segir á bilinu sjö til átta hundruð manns hafa komið á opnunardegi og jólatraffík verið fram eftir helgi. „Við verðum að hafa meira að gera og því grípum við til þessa ráðs og bjóða afslætti. Fólk hleypur á eftir tilboðum," segir Haraldur Bergsson, framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Hann bendir á að innkaupin hafi að sama skapi breyst. „Áður fyrr keypti fólk það sem var á tilboði hverju sinni og eitthvað með því. Það gerist ekki núna. Nú kaupir fólk bara vöruna sem er á tilboði," segir hann.
Fréttir Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira