Erlent

Argentína leyfir hjónabönd samkynhneigðra

Óli Tynes skrifar
Samkynhneigðir gleðjast um allan heim.
Samkynhneigðir gleðjast um allan heim.

Argentína er fyrsta land í Suður-Ameríku sem leyfir hjónabönd samkynhneigðra. Öldungadeild þingsins samþykkti lög þar um í gær.

Lögin sem leyfa einnig samkynhneigðum að ættleiða börn ollu miklum deilum í landinu. Kalþólska kirkjan og ýmis trúfélög börðust gegn þeim af öllu afli.

Lögin voru samþykkt með 33 atkvæðum gegn 27 eftir 14 klukkustunda heitar umræður. Þrír þingmenn sátu hjá.

Stuðningsmenn og andstæðingar laganna söfnuðust saman fyrir framan þinghúsið meðan á umræðunum stóð, en það fór allt friðsamlega fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×