Erlent

Herðir tökin á stórbönkunum

Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að setja bönkum strangari skorður.
fréttablaðið/AP
Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að setja bönkum strangari skorður. fréttablaðið/AP

Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnti á fimmtudag hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja. Meðal annars verður ríkinu gert heimilt að takmarka það hversu stór og flókin starfsemi þeirra getur orðið. Einnig verður hægt að takmarka möguleika þeirra til að taka þátt í áhættuviðskiptum.

„Aldrei aftur munu bandarískir skattgreiðendur verða teknir í gíslingu af bönkum sem eru of stórir til að geta farið á hausinn,“ sagði Obama.

Nýju reglurnar hafa fengið góðar undirtektir meðal Evrópuríkja. Í Bandaríkjunum féllu hins vegar hlutabréf stóru bankanna í verði eftir að Obama kynnti þessi áform sín.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×