Hvetur Tyrki til að virða trúfrelsið 25. október 2010 01:30 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fylgist með Christian Wulff flytja boðskap sinn.nordicphotos/AFP „Kristni á tvímælalaust heima í Tyrklandi,“ sagði Christian Wulff, forseti Þýskalands, þegar hann ávarpaði tyrkneska þingið í Ankara fyrir helgi, fyrstur þýskra forseta. Hann sagðist ætlast til þess af tyrkneskum stjórnvöldum að kristnir menn fái þar sömu réttindi og múslimar. Þeir megi iðka trú sína fyrir opnum tjöldum, reisa þar kirkjur og mennta presta, rétt eins og múslimar fá að reisa moskur og mennta trúarleiðtoga í Þýskalandi. „Við verðum að gera trúarminnihlutum kleift að iðka trú sína,“ sagði Wulff á tyrkneska þinginu. Óvenju fámennt var reyndar í þingsalnum, og hafa sumir túlkað það sem andstöðu sumra þingmanna við boðskap þýska forsetans, sem hafði fyrirfram dreift meginpunktum ræðunnar til þingmanna. Tengsl Tyrklands og Þýskalands eru mikil, ekki síst vegna þess hve margir aðfluttir Tyrkir og afkomendur þeirra búa í Þýskalandi. Í ræðu sinni tók Wulff sérstaklega fram að Þjóðverjar hafi mikinn áhuga á að Tyrkland tengist Evrópusambandinu nánum böndum, en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi átt í samningaviðræðum um aðild að Evrópusambandinu. „Trúfrelsið er partur af þeim skilningi okkar að Evrópa sé samfélag um siðferðileg verðmæti,“ sagði Wulff. Fyrir fáeinum vikum hafði Wulff reyndar haft sams konar boðskap fram að færa í heimalandi sínu, Þýskalandi, en þá með öfugum formerkjum: „Kristni á heima í Þýskalandi. Gyðingdómur á heima í Þýskalandi,“ sagði hann 3. október í ræðu í Bremen í tilefni af því að tveir áratugir voru liðnir frá því Austur- og Vestur-Þýskaland sameinuðust í eitt ríki. „En nú er svo komið að íslamstrú á einnig heima í Þýskalandi,“ sagði hann og hvatti Þjóðverja til að taka múslimum og innflytjendum almennt opnum örmum. Jafnframt hvatti hann innflytjendur til að laga sig að þýsku samfélagi. Miklar og heitar umræður hafa verið í Þýskalandi undanfarnar vikur um innflytjendur í landinu og aðlögun þeirra að þýsku samfélagi. Meðal annars sagði Angela Merkel kanslari í ræðu þann 15. október að tilraunin með fjölmenningarsamfélag í Þýskalandi hafi algerlega mistekist. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
„Kristni á tvímælalaust heima í Tyrklandi,“ sagði Christian Wulff, forseti Þýskalands, þegar hann ávarpaði tyrkneska þingið í Ankara fyrir helgi, fyrstur þýskra forseta. Hann sagðist ætlast til þess af tyrkneskum stjórnvöldum að kristnir menn fái þar sömu réttindi og múslimar. Þeir megi iðka trú sína fyrir opnum tjöldum, reisa þar kirkjur og mennta presta, rétt eins og múslimar fá að reisa moskur og mennta trúarleiðtoga í Þýskalandi. „Við verðum að gera trúarminnihlutum kleift að iðka trú sína,“ sagði Wulff á tyrkneska þinginu. Óvenju fámennt var reyndar í þingsalnum, og hafa sumir túlkað það sem andstöðu sumra þingmanna við boðskap þýska forsetans, sem hafði fyrirfram dreift meginpunktum ræðunnar til þingmanna. Tengsl Tyrklands og Þýskalands eru mikil, ekki síst vegna þess hve margir aðfluttir Tyrkir og afkomendur þeirra búa í Þýskalandi. Í ræðu sinni tók Wulff sérstaklega fram að Þjóðverjar hafi mikinn áhuga á að Tyrkland tengist Evrópusambandinu nánum böndum, en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi átt í samningaviðræðum um aðild að Evrópusambandinu. „Trúfrelsið er partur af þeim skilningi okkar að Evrópa sé samfélag um siðferðileg verðmæti,“ sagði Wulff. Fyrir fáeinum vikum hafði Wulff reyndar haft sams konar boðskap fram að færa í heimalandi sínu, Þýskalandi, en þá með öfugum formerkjum: „Kristni á heima í Þýskalandi. Gyðingdómur á heima í Þýskalandi,“ sagði hann 3. október í ræðu í Bremen í tilefni af því að tveir áratugir voru liðnir frá því Austur- og Vestur-Þýskaland sameinuðust í eitt ríki. „En nú er svo komið að íslamstrú á einnig heima í Þýskalandi,“ sagði hann og hvatti Þjóðverja til að taka múslimum og innflytjendum almennt opnum örmum. Jafnframt hvatti hann innflytjendur til að laga sig að þýsku samfélagi. Miklar og heitar umræður hafa verið í Þýskalandi undanfarnar vikur um innflytjendur í landinu og aðlögun þeirra að þýsku samfélagi. Meðal annars sagði Angela Merkel kanslari í ræðu þann 15. október að tilraunin með fjölmenningarsamfélag í Þýskalandi hafi algerlega mistekist. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“