Erlent

Valdi ranga hárgreiðslustofu til að ræna

Óli Tynes skrifar

Vopnaður ræningi komst að því um helgina að það er ekki heiglum hent að ræna hárgreiðslustofur.

Hann kom inn veifandi skammbyssu inn á stofu í New York og skipaði viðskiptavinum að afhenda öll sín verðmæti. Meðal viðskiptavinanna var fimmtug lögreglukona á frívakt. Í stað þess að afhenda skartgripi sína sýndi hún ræningjanum lögregluskírteini sitt og skipaði honum að leggja frá sér byssuna.

Ræninginn varð felmtri sleginn en hleypti af skoti úr byssu sinni, sem hitti þó engan. Lögreglukonan skaut þá byssuna úr hendi hans og skaut hann svo öðru skoti í lærið. Ræninginn lagði þá haltrandi á flótta. Lögreglan hafði þó fljótlega hendur í hári hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×