Skipulag byggðar og lands – hefur það nú líka eitthvað með stjórnarskrána að gera? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 8. nóvember 2010 12:49 Áttundi nóvember ár hvert er helgaður skipulagsmálum undir merkjum alþjóðlega skipulagsdagsins eða „World Town Planning Day“. Þennan dag standa samtök fagfólks í skipulagsmálum víða um heim fyrir viðburðum og umræðu um tiltekin skipulagsviðfangsefni. Á alþjóðlega skipulagsdeginum í ár er athyglinni beint að skipulagi matvælaframleiðslu undir yfirskriftinni „Healthy people, healthy places, healthy planet: integrating food systems into the planning process“. Í tilefni dagsins er vefráðstefna helguð málefninu haldin dagana 8.- 9. nóvember (sjá http://www.planningtheworld.net/). Framleiðsla nægrar og heilnæmrar fæðu er sífellt brýnna viðfangsefni stjórnvalda og annarra þeirra sem fara með skipulag byggðar og lands. Vandinn er margþættur. Íbúum jarðar fjölgar stöðugt, en á sama tíma eru loftslagsbreytingar að gjörbreyta og sumsstaðar kollvarpa möguleikum til fæðuframleiðslu vegna þurrka og jarðvegseyðingar. Svo ör hefur fólksfjölgunin verið að á næstu 50 árum þarf að líkindum að framleiða meiri matvæli, en sem nemur matvælaframleiðslu síðustu hundruðir ára samanlagt, til þess eins að brauðfæða heimsbyggðina. Að auki hefur víða verið komið á ómanneskjulegum verksmiðjubúskap til að auka framleiðni í landbúnaði, en sem um leið ógnar hugsanlega sjálfbærri landnotkun og þróun. Skipulag landbúnaðarsvæða og fæðuframleiðslu hefur fengið litla athygli hérlendis. Við höfum bruðlað með land og ekki skeytt um hvernig gengið er á gott landbúnaðarland með ágangi annarrar landnýtingar, s.s. útþenslu þéttbýlis, frístundabyggðar, búgarðabyggðar og skógræktar. Þema alþjóðlega skipulagsdagsins í ár er okkur fagfólki og stjórnmálafólki sem fer með skipulag lands og byggðar þörf áminning um að sinna þessu efni betur. Þá er einnig vert að hafa í huga að á næstu áratugum kann að koma til aukin ásókn erlendra aðila í jarðnæði og ferskvatn hér á landi til matvælaframleiðslu, eftir því sem ræktunarskilyrði batna hérlendis með mildara veðurfari. Hugsanlega þurfum við þá að takast á við spurningar um yfirráð og afgjald af jarðnæði og ferskvatni líkt og við erum að fást við nú varðandi orkulindir og orkuframleiðslu. Umræða undanfarinna missera um yfirráð yfir orkulindunum og sömuleiðis um framtíð matvælaframleiðslu í heiminum ætti að vekja okkur til umhugsunar. Við þurfum sem þjóð að skilgreina vel hvaða grundvallargildi eiga að ráða för við nýtingu lands og annarra auðlinda. Fram til þessa hefur það verið gert í markmiðsákvæðum einstakra laga, á borð við skipulagslög og lög um nýtingu auðlinda. Ég tel að við þurfum varanlegri og styrkari grundvöll hvað þetta áhrærir. Þar á ég auðvitað við þann grundvöll lagasetningar, stjórnsýslu og dóma sem settur er í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar þarf að skýra á afdráttarlausan hátt rétt fólks til umhverfis og auðlinda, eignarhald og annað sem lýtur að hagnýtingu þeirra og afrakstri. Þetta málefni varðar réttindi íslenskra borgara, jöfnuð þegnanna, jafnræði núlifandi og komandi kynslóða og hvort land verður nýtt hér í framtíðinni á sjálfbæran hátt, þannig að viðhaldið sé gæðum lands og náttúru fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áttundi nóvember ár hvert er helgaður skipulagsmálum undir merkjum alþjóðlega skipulagsdagsins eða „World Town Planning Day“. Þennan dag standa samtök fagfólks í skipulagsmálum víða um heim fyrir viðburðum og umræðu um tiltekin skipulagsviðfangsefni. Á alþjóðlega skipulagsdeginum í ár er athyglinni beint að skipulagi matvælaframleiðslu undir yfirskriftinni „Healthy people, healthy places, healthy planet: integrating food systems into the planning process“. Í tilefni dagsins er vefráðstefna helguð málefninu haldin dagana 8.- 9. nóvember (sjá http://www.planningtheworld.net/). Framleiðsla nægrar og heilnæmrar fæðu er sífellt brýnna viðfangsefni stjórnvalda og annarra þeirra sem fara með skipulag byggðar og lands. Vandinn er margþættur. Íbúum jarðar fjölgar stöðugt, en á sama tíma eru loftslagsbreytingar að gjörbreyta og sumsstaðar kollvarpa möguleikum til fæðuframleiðslu vegna þurrka og jarðvegseyðingar. Svo ör hefur fólksfjölgunin verið að á næstu 50 árum þarf að líkindum að framleiða meiri matvæli, en sem nemur matvælaframleiðslu síðustu hundruðir ára samanlagt, til þess eins að brauðfæða heimsbyggðina. Að auki hefur víða verið komið á ómanneskjulegum verksmiðjubúskap til að auka framleiðni í landbúnaði, en sem um leið ógnar hugsanlega sjálfbærri landnotkun og þróun. Skipulag landbúnaðarsvæða og fæðuframleiðslu hefur fengið litla athygli hérlendis. Við höfum bruðlað með land og ekki skeytt um hvernig gengið er á gott landbúnaðarland með ágangi annarrar landnýtingar, s.s. útþenslu þéttbýlis, frístundabyggðar, búgarðabyggðar og skógræktar. Þema alþjóðlega skipulagsdagsins í ár er okkur fagfólki og stjórnmálafólki sem fer með skipulag lands og byggðar þörf áminning um að sinna þessu efni betur. Þá er einnig vert að hafa í huga að á næstu áratugum kann að koma til aukin ásókn erlendra aðila í jarðnæði og ferskvatn hér á landi til matvælaframleiðslu, eftir því sem ræktunarskilyrði batna hérlendis með mildara veðurfari. Hugsanlega þurfum við þá að takast á við spurningar um yfirráð og afgjald af jarðnæði og ferskvatni líkt og við erum að fást við nú varðandi orkulindir og orkuframleiðslu. Umræða undanfarinna missera um yfirráð yfir orkulindunum og sömuleiðis um framtíð matvælaframleiðslu í heiminum ætti að vekja okkur til umhugsunar. Við þurfum sem þjóð að skilgreina vel hvaða grundvallargildi eiga að ráða för við nýtingu lands og annarra auðlinda. Fram til þessa hefur það verið gert í markmiðsákvæðum einstakra laga, á borð við skipulagslög og lög um nýtingu auðlinda. Ég tel að við þurfum varanlegri og styrkari grundvöll hvað þetta áhrærir. Þar á ég auðvitað við þann grundvöll lagasetningar, stjórnsýslu og dóma sem settur er í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar þarf að skýra á afdráttarlausan hátt rétt fólks til umhverfis og auðlinda, eignarhald og annað sem lýtur að hagnýtingu þeirra og afrakstri. Þetta málefni varðar réttindi íslenskra borgara, jöfnuð þegnanna, jafnræði núlifandi og komandi kynslóða og hvort land verður nýtt hér í framtíðinni á sjálfbæran hátt, þannig að viðhaldið sé gæðum lands og náttúru fyrir komandi kynslóðir.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun