Engin transfita 9. nóvember 2010 06:00 Um daginn birtist heilsíðuauglýsing í blaði þar sem ákveðin tegund örbylgjupopps var auglýst undir orðunum „Engin transfita“. Auglýsingin gladdi mig mjög því hún sýnir að markaðurinn bregst við umræðunni um óhollustu transfitusýra í matvælum. Nýlega birtist einnig þessi áskorun: „Aðalfundur Læknafélags Íslands [...] skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja nú þegar þá þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á Íslandi. Neysla transfitusýra í matvælum eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma verulega.“ Auglýsingin og áskorunin sýna að nú er lag fyrir stjórnvöld að taka af skarið og setja reglur um transfitusýrur í matvælum. Undirrituð hefur ásamt meðflutningsmönnum lagt slíka tillögu fyrir Alþingi. Kröfur um að efni hættuleg heilsunni verði takmörkuð eða bönnuð í matvælum fara vaxandi. Transfitusýrur í matvælum eru dæmi um þetta. Nýlega kynnti danskur læknir, Steen Stender, aðalfundi Læknafélags Íslands og fulltrúum í heilbrigðisnefnd Alþings reynsluna af takmörkun transfitusýra í matvælum í Danmörku. Hann er leiðandi á þessu sviði og dró vagninn árið 2003, þegar Danir settu, fyrstir allra, reglur um að matvara mætti ekki innihalda meira en 2 g af transfitusýrum í hverjum 100 g fitunnar. Sviss og Austurríki hafa nú sett svipaðar reglur. Reynsla Dana er mjög góð og sýnir rannsókn að þeir innbyrða minnst af transfitusýrum af þeim 24 þjóðum sem skoðaðar voru. Íslendingar skipuðu sér hins vegar í verstu sætin ásamt Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum. Transfitusýrur myndast þegar olía er hert í harða fitu. Hörð fita er notuð til að matvæli fái eftirsóknarverða eiginleika, s.s. aukið geymsluþol. Transfitusýrur eru einkum í matvörum þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti sem inniheldur herta fitu er notuð við framleiðslu. Vörur sem mögulega innihalda transfitusýrur eru t.d. smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur, djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti. Þessar vörur eru vinsælar meðal barna og unglinga. Dæmi eru um að transfitusýrur geti verið allt að 60% af heildarfitumagni í matvöru. Neysla á transfitusýru eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur. Ef neytt er meira en 5 g af transfitusýrum á dag aukast líkur á slíkum sjúkdómum um 25-30%. Hér á landi er auðvelt að fá það magn í einni máltíð. Neysla transfitusýra eykur einnig hættu á offitu og sykursýki. Hin seinni ár hefur neysla transfitusýra hér minnkað nokkuð, m.a. vegna minni neyslu og breyttrar samsetningar smjörlíkis. Meðaltalshlutfall er samt of hátt og ljóst að fjöldi Íslendinga er að innbyrða allt of mikið magn transfitusýra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að neyslan fari ekki yfir 2 g á dag. Meðan ekki er búið að setja reglur um hámarksmagn transfitusýra geta neytendur reynt að verjast með því að rýna í merkingar á matvörum. Matur sem inniheldur transfitusýrur er oftast merktur á ensku sem „partially hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet olie/fedt“. Neytendur geta einnig valið olíur og mjúka fitu í stað harðrar fitu og tekið lýsi. Brýnt er að Alþingi taki af skarið sem fyrst í þessu mikilvæga neytendamáli og setji reglur um takmörkun transfitusýra í matvælum. Ávinningurinn er mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Um daginn birtist heilsíðuauglýsing í blaði þar sem ákveðin tegund örbylgjupopps var auglýst undir orðunum „Engin transfita“. Auglýsingin gladdi mig mjög því hún sýnir að markaðurinn bregst við umræðunni um óhollustu transfitusýra í matvælum. Nýlega birtist einnig þessi áskorun: „Aðalfundur Læknafélags Íslands [...] skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja nú þegar þá þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á Íslandi. Neysla transfitusýra í matvælum eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma verulega.“ Auglýsingin og áskorunin sýna að nú er lag fyrir stjórnvöld að taka af skarið og setja reglur um transfitusýrur í matvælum. Undirrituð hefur ásamt meðflutningsmönnum lagt slíka tillögu fyrir Alþingi. Kröfur um að efni hættuleg heilsunni verði takmörkuð eða bönnuð í matvælum fara vaxandi. Transfitusýrur í matvælum eru dæmi um þetta. Nýlega kynnti danskur læknir, Steen Stender, aðalfundi Læknafélags Íslands og fulltrúum í heilbrigðisnefnd Alþings reynsluna af takmörkun transfitusýra í matvælum í Danmörku. Hann er leiðandi á þessu sviði og dró vagninn árið 2003, þegar Danir settu, fyrstir allra, reglur um að matvara mætti ekki innihalda meira en 2 g af transfitusýrum í hverjum 100 g fitunnar. Sviss og Austurríki hafa nú sett svipaðar reglur. Reynsla Dana er mjög góð og sýnir rannsókn að þeir innbyrða minnst af transfitusýrum af þeim 24 þjóðum sem skoðaðar voru. Íslendingar skipuðu sér hins vegar í verstu sætin ásamt Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum. Transfitusýrur myndast þegar olía er hert í harða fitu. Hörð fita er notuð til að matvæli fái eftirsóknarverða eiginleika, s.s. aukið geymsluþol. Transfitusýrur eru einkum í matvörum þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti sem inniheldur herta fitu er notuð við framleiðslu. Vörur sem mögulega innihalda transfitusýrur eru t.d. smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur, djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti. Þessar vörur eru vinsælar meðal barna og unglinga. Dæmi eru um að transfitusýrur geti verið allt að 60% af heildarfitumagni í matvöru. Neysla á transfitusýru eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur. Ef neytt er meira en 5 g af transfitusýrum á dag aukast líkur á slíkum sjúkdómum um 25-30%. Hér á landi er auðvelt að fá það magn í einni máltíð. Neysla transfitusýra eykur einnig hættu á offitu og sykursýki. Hin seinni ár hefur neysla transfitusýra hér minnkað nokkuð, m.a. vegna minni neyslu og breyttrar samsetningar smjörlíkis. Meðaltalshlutfall er samt of hátt og ljóst að fjöldi Íslendinga er að innbyrða allt of mikið magn transfitusýra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að neyslan fari ekki yfir 2 g á dag. Meðan ekki er búið að setja reglur um hámarksmagn transfitusýra geta neytendur reynt að verjast með því að rýna í merkingar á matvörum. Matur sem inniheldur transfitusýrur er oftast merktur á ensku sem „partially hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet olie/fedt“. Neytendur geta einnig valið olíur og mjúka fitu í stað harðrar fitu og tekið lýsi. Brýnt er að Alþingi taki af skarið sem fyrst í þessu mikilvæga neytendamáli og setji reglur um takmörkun transfitusýra í matvælum. Ávinningurinn er mikill.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar