
Upplýsingakerfi vantar um nám og störf
Í öðrum löndum hafa menn brugðist við þessum aðstæðum sem að ofan er lýst með því að koma sér upp aðgengilegum og heildstæðum rafrænum upplýsingakerfum um nám og störf. Daninn sem vantar upplýsingar um nám eða störf loggar sig inn á http://www.ug.dk/ og Ný-Sjálendingurinn inn á http://www.careers.govt.nz/ Á þessum vefjum er t.d. hægt að kanna eigin áhuga á námi og störfum, kanna þekkingu sína á náms- og starfsumhverfinu, fá upplýsingar um námsstyrki, eða vinnumarkað og fræðast um hvernig ráðlegt er að skipuleggja starfsferil sinn. Þá er einnig að finna upplýsingar til foreldra um hvernig unnt er að aðstoða ungviðið í þessu stóra verkefni sem náms- og starfsval er. Þeir sem vilja frekari aðstoð geta hringt í náms- og starfsráðgjafa, skrifað tölvupóst eða nálgast persónulegri aðstoð á vefnum. Ég hvet lesendur til að kanna fyrrgreindar vefslóðir, sjón er sögu ríkari.
Fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér nám eða starf velur úr þeim upplýsingum sem eru tiltækar um nám, störf og eigin hæfni. Þannig má segja að upplýsingarnar séu aflgjafi þess að ryðja brautir í atvinnulífinu. Fátt er jafn mikilvægt fyrir bæði einkahag sem þjóðarhag og farsæld í námi og störfum, samt látum við Íslendingar hjá líða að framreiða upplýsingar um nám og störf á heildstæðan og aðgengilegan hátt. Ef við viljum bæta framleiðsluferlin í íslensku atvinnulífi er augljóst að öflugt upplýsingakerfi um nám og störf er grundvallar atriði.
Allar forsendur eru til þess að hrinda þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd: fyrirmyndir að utan, sérfræðiþekking í náms- og starfsráðgjöf og upplýsingamiðlun hér á landi. Allt sem vantar er skýr vilji stjórnvalda og tiltölulega lítið fjármagn sem skilar sér þúsundfalt til baka. Það er samfélaginu lífsnauðsynlegt nú þegar atvinnuumhverfi hefur breyst með auknu atvinnuleysi og meiri kröfur um vandvirkni og sérfræðikunnáttu á öllum sviðum að einstaklingar eigi sem greiðastan aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að taka farsæla ákvörðun um nám og starf. Svo ánægjulega vill til að Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf hefur nú fengið styrk úr Starfsmenntasjóði til að gera þarfagreiningu og áætlun um hvernig væri unnt að koma slíku upplýsingakerfi á. Þar þurfa að koma að borðinu fulltrúar allra þeirra aðila sem framleiða náms- og starfsupplýsingar. Með samstilltu átaki og samstarfi við aðstandendur erlendra upplýsingabanka ættum við að geta komið okkur upp aðgengilegu upplýsingakerfi um nám og störf.
Skoðun

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar