Áskorun til Björgólfs Thors Björgólfssonar Ólafur Kristinsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Nýlega skrifaði ég grein í Viðskiptablaðið um eignarhald og lánveitingar Björgólfs Thors Björgólfssonar í Landsbanka Íslands (LÍ). Ég var hluthafi í LÍ og tapaði fjármunum á falli hans líkt og hinir 27.000 hluthafar bankans. Í grein minni rakti ég þau sjónarmið mín að ég teldi ýmislegt benda til þess að Björgólfur Thor hafi beitt hluthafa bankans blekkingum, í því skyni að komast hjá því að vera skilgreindur venslaður aðili í bankanum. Þannig hafi lánveitingar til hans og tengdra aðila í raun verið langt umfram lögbundnar heimildir. Á annað hundrað manns hafa lýst yfir áhuga sínum á því að hefja undirbúning á skaðabótamáli á hendur Björgólfi Thor. Ég skora á Björgólf Thor að stíga fram og svara því hvort hann telji að lánveitingar hans, sem nema líklega um 50% af CAD eigin fé bankans, hafi verið lögmætar og hvort hann telji eðlilegt að eignarhald starfsmanna hafi verið honum ótengt. Með sama hætti er nauðsynlegt að upplýst verði með fullnægjandi hætti hvernig eignarhaldi samstarfsmanna Björgólfs í LÍ var raunverulega háttað, þ.m.t. hverjir þessir samstarfsmenn voru og hver fjármagnaði bréfin. Áskorun mín til Björgólfs er einnig sú að hann hafi frumkvæði að því að bæta skaða hluthafa bankans með því að leggja fram eign sína í Actavis. Þannig væri hugsanlega hægt að ná sátt í málinu og forðast aðkomu dómstóla. Við mat á því hvort skaðabótamál sé hugsanlegt á hendur Björgólfi Thor er það lykilatriði að meta hvort eignarhald nánustu samstarfsmanna hans hefði ekki átt að skilgreinast undir hans stjórn og hvort lánveitingar til hans hafi verið umfram lögbundnar heimildir. Líkt og ég rakti í grein minni í Viðskiptablaðinu tel ég svo vera. Umrædd ályktun byggir m.a. á því að þessir ónefndu starfsmenn þáðu hjá honum laun í gegnum Samson eignarhaldsfélag og Novator og telja má útilokað að þeir hefðu í einhverjum tilvikum beitt atkvæðisrétti sínum gegn vilja Björgólfs Thors. Við skilgreiningu Björgólfs sem venslaðs aðila líkt og eðlilegt hefði verið væru allar lánveitingar hans og tengdra aðila opinberar í ársreikningum bankans og hagsmunaaðilar þannig meðvitaðir um þessa útlánaáhættu. Það var hinsvegar ekki gert. Hvergi var getið um þessi lán og líkt og ég hef áður bent á eru lán til venslaðra aðila í reikningum LÍ fyrir árið 2007 aðeins um 10 milljarðar króna. Í þessu samhengi má nefna að lán til Björgólfs Thors og tengdra aðila voru á bilinu 50-150 milljarðar króna ef marka má Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sé horft á umræddar lánveitingar Björgólfs í samhengi við efnahag bankans má sjá hversu miklu máli það skipti fyrir matsfyrirtæki, hluthafa, greiningadeildir og skuldabréfaeigendur að hafa rétta stöðu um útlánaáhættu til eigenda sinna. Bætur sóttar til Björgólfs ThorsEf vilji hluthafa og kröfuhafa stendur til þess að höfða skaðabótamál á hendur Björgólfi vegna ólögmætra lánveitinga til hans og ranglega skilgreindum eignarhlut lýsi ég hér með yfir vilja mínum til að koma að undirbúningi slíks máls. Nýlegt skuldauppgjör Björgólfs opinberar framtíðarmöguleika hans á verðmætum sem tengjast væntanlegri sölu á lyfjafyrirtækinu Actavis. Fram hefur komið í fjölmiðlum að gangi áætlanir félagsins eftir geti um 140 þúsund milljónir króna runnið í vasa Björgólfs. Eftir því sem best má skilja rennur ekkert af þeim fjármunum til greiðslu skulda eða persónulegra ábyrgða hans. Hluthafar og aðrir kröfuhafar hljóta því að horfa til þeirra verðmæta þegar mat er lagt á grundvöll skaðabótamáls. Þögn og aðgerðaleysi SlitastjórnarLítið hefur farið fyrir Slitastjórn LÍ í kjölfar bankahrunsins. Einstaka sinnum stíga stjórnarmenn þó fram og segjast vera að rannsaka ýmis mál. Aðgerðir virðast þó víðs fjarri. Skaði hluthafa Landsbanka Íslands af vafasamri útlánastefnu stjórnenda hans er mikill og um það verður ekki deilt. Um 27.000 hluthafar töpuðu allri eign sinni við fall bankans. Nú hljótum við hluthafar að krefjast skýringa frá Björgólfi Thor sjálfum, FME og Slitastjórn LÍ. Líkt og í fyrri skrifum mínum ítreka ég að markmið mitt er ekki að kveða endanlega upp úr um sekt eða sakleysi Björgólfs Thors. Það er hlutverk dómstóla. Ég vil hinsvegar stuðla að umræðu um þetta mál, fá frekari skýringar og reyna ná sátt við Björgólf Thor til að forðast atbeina dómstóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði ég grein í Viðskiptablaðið um eignarhald og lánveitingar Björgólfs Thors Björgólfssonar í Landsbanka Íslands (LÍ). Ég var hluthafi í LÍ og tapaði fjármunum á falli hans líkt og hinir 27.000 hluthafar bankans. Í grein minni rakti ég þau sjónarmið mín að ég teldi ýmislegt benda til þess að Björgólfur Thor hafi beitt hluthafa bankans blekkingum, í því skyni að komast hjá því að vera skilgreindur venslaður aðili í bankanum. Þannig hafi lánveitingar til hans og tengdra aðila í raun verið langt umfram lögbundnar heimildir. Á annað hundrað manns hafa lýst yfir áhuga sínum á því að hefja undirbúning á skaðabótamáli á hendur Björgólfi Thor. Ég skora á Björgólf Thor að stíga fram og svara því hvort hann telji að lánveitingar hans, sem nema líklega um 50% af CAD eigin fé bankans, hafi verið lögmætar og hvort hann telji eðlilegt að eignarhald starfsmanna hafi verið honum ótengt. Með sama hætti er nauðsynlegt að upplýst verði með fullnægjandi hætti hvernig eignarhaldi samstarfsmanna Björgólfs í LÍ var raunverulega háttað, þ.m.t. hverjir þessir samstarfsmenn voru og hver fjármagnaði bréfin. Áskorun mín til Björgólfs er einnig sú að hann hafi frumkvæði að því að bæta skaða hluthafa bankans með því að leggja fram eign sína í Actavis. Þannig væri hugsanlega hægt að ná sátt í málinu og forðast aðkomu dómstóla. Við mat á því hvort skaðabótamál sé hugsanlegt á hendur Björgólfi Thor er það lykilatriði að meta hvort eignarhald nánustu samstarfsmanna hans hefði ekki átt að skilgreinast undir hans stjórn og hvort lánveitingar til hans hafi verið umfram lögbundnar heimildir. Líkt og ég rakti í grein minni í Viðskiptablaðinu tel ég svo vera. Umrædd ályktun byggir m.a. á því að þessir ónefndu starfsmenn þáðu hjá honum laun í gegnum Samson eignarhaldsfélag og Novator og telja má útilokað að þeir hefðu í einhverjum tilvikum beitt atkvæðisrétti sínum gegn vilja Björgólfs Thors. Við skilgreiningu Björgólfs sem venslaðs aðila líkt og eðlilegt hefði verið væru allar lánveitingar hans og tengdra aðila opinberar í ársreikningum bankans og hagsmunaaðilar þannig meðvitaðir um þessa útlánaáhættu. Það var hinsvegar ekki gert. Hvergi var getið um þessi lán og líkt og ég hef áður bent á eru lán til venslaðra aðila í reikningum LÍ fyrir árið 2007 aðeins um 10 milljarðar króna. Í þessu samhengi má nefna að lán til Björgólfs Thors og tengdra aðila voru á bilinu 50-150 milljarðar króna ef marka má Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sé horft á umræddar lánveitingar Björgólfs í samhengi við efnahag bankans má sjá hversu miklu máli það skipti fyrir matsfyrirtæki, hluthafa, greiningadeildir og skuldabréfaeigendur að hafa rétta stöðu um útlánaáhættu til eigenda sinna. Bætur sóttar til Björgólfs ThorsEf vilji hluthafa og kröfuhafa stendur til þess að höfða skaðabótamál á hendur Björgólfi vegna ólögmætra lánveitinga til hans og ranglega skilgreindum eignarhlut lýsi ég hér með yfir vilja mínum til að koma að undirbúningi slíks máls. Nýlegt skuldauppgjör Björgólfs opinberar framtíðarmöguleika hans á verðmætum sem tengjast væntanlegri sölu á lyfjafyrirtækinu Actavis. Fram hefur komið í fjölmiðlum að gangi áætlanir félagsins eftir geti um 140 þúsund milljónir króna runnið í vasa Björgólfs. Eftir því sem best má skilja rennur ekkert af þeim fjármunum til greiðslu skulda eða persónulegra ábyrgða hans. Hluthafar og aðrir kröfuhafar hljóta því að horfa til þeirra verðmæta þegar mat er lagt á grundvöll skaðabótamáls. Þögn og aðgerðaleysi SlitastjórnarLítið hefur farið fyrir Slitastjórn LÍ í kjölfar bankahrunsins. Einstaka sinnum stíga stjórnarmenn þó fram og segjast vera að rannsaka ýmis mál. Aðgerðir virðast þó víðs fjarri. Skaði hluthafa Landsbanka Íslands af vafasamri útlánastefnu stjórnenda hans er mikill og um það verður ekki deilt. Um 27.000 hluthafar töpuðu allri eign sinni við fall bankans. Nú hljótum við hluthafar að krefjast skýringa frá Björgólfi Thor sjálfum, FME og Slitastjórn LÍ. Líkt og í fyrri skrifum mínum ítreka ég að markmið mitt er ekki að kveða endanlega upp úr um sekt eða sakleysi Björgólfs Thors. Það er hlutverk dómstóla. Ég vil hinsvegar stuðla að umræðu um þetta mál, fá frekari skýringar og reyna ná sátt við Björgólf Thor til að forðast atbeina dómstóla.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar