Predator (alien) Sighvatur Björgvinsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Fyrir nokkrum dögum síðan sagðist borgarstjóranum í Reykjavík svo frá í sjónvarpinu, að hann væri „predator“ (ísl. rándýr) og „geimvera“ (e. alien). Þar sem undirritaður er ekki jafn vel heima um geimverur og Magnús Skarphéðinsson, formaður „Hins íslenska geimverufélags“ var tekið það ráð, að leita á náðir Wikipediu, alfræðiritsins á netinu, sem er handhægur nauðleitandi margra. Þar var leitað upplýsinga um hvað vitað væri um „predator (alien)“ Hvernig er sú vera? Og ekki stóð á svarinu. Samkvæmt Wikipediu er vera sú afkvæmi tveggja bræðra (Johns og Jims). Verunni er þannig lýst, að hún sé stórvaxin, hugsandi tilfinningavera í mannsmynd sem ræður yfir háþróaðri tækni svo sem virku felugervi og orkuvopnabúnaði og getur ferðast milli stjarna. Í frekari umfjöllun er verunni m.a. þannig lýst, að hún skilji sig frá mannfólkinu með hærri vexti, efra skolti eins og á skordýri og löngum, hárlíkum lufsum (ekki minnst á háralit) úr höfði sem festar eru beint við sjálfa höfuðskelina. Þó svo veran hafi lifað af langdvalir á pólsvæðum (væntanlega í leit að hvítabjörnum fyrir fjölskyldugarða) þá uni hún sér þó til muna betur í heitari loftslagi. Blóð verunnar er sagt sjálflýsandi og grænt og sjón hennar byggist á innrauðri lýsingu og næmni fyrir hitageislun. Þá er sagt frá næringarvenjum verunnar og næringarháttum hennar svo lýst að reglulega annan hvern dag þurfi hún að heimsækja sláturhús til þess að geta nærst á sláturafurðum (blóðmör og lifrarpylsu?). Nú er það svo, að undirritaðan rak í rogastans því ekki kannast ég neitt við borgarstjórann okkar af þessari lýsingu – kannast í rauninni ekki við neinn, sem þessi lýsing á við enda hef ég aldrei umgengist geimverur. Svo heppilega vildi hins vegar til að ég rakst í leit minni hjá Wikipediu á tengil yfir á annan af fjölskyldunni Wiki – þ.e. upplýsingavefinn Wiktionary. Þar kom við fyrstu skoðun upp þessi setning: „1. (simile) to be completely at a loss“ (ísl. „að vera algerlega ruglaður“). Og Wiktionary gefur á þessu eftirfarandi útskýringu: „vera eins og álfur út úr hól (Icelandic)“ Nú er heima. Nú kannast ég við minn mann. Hann er hvorki geimvera né rándýr heldur alíslenskur. Að vísu ekki nákvæmlega eins og flestir hinir Íslendingarnir sem ber fyrir augu daglega – en íslenskur samt. Svona getur gerst ef leitað er að lýsingu á sjálfum sér og farið villur vegar í Wiki-fjölskyldunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum síðan sagðist borgarstjóranum í Reykjavík svo frá í sjónvarpinu, að hann væri „predator“ (ísl. rándýr) og „geimvera“ (e. alien). Þar sem undirritaður er ekki jafn vel heima um geimverur og Magnús Skarphéðinsson, formaður „Hins íslenska geimverufélags“ var tekið það ráð, að leita á náðir Wikipediu, alfræðiritsins á netinu, sem er handhægur nauðleitandi margra. Þar var leitað upplýsinga um hvað vitað væri um „predator (alien)“ Hvernig er sú vera? Og ekki stóð á svarinu. Samkvæmt Wikipediu er vera sú afkvæmi tveggja bræðra (Johns og Jims). Verunni er þannig lýst, að hún sé stórvaxin, hugsandi tilfinningavera í mannsmynd sem ræður yfir háþróaðri tækni svo sem virku felugervi og orkuvopnabúnaði og getur ferðast milli stjarna. Í frekari umfjöllun er verunni m.a. þannig lýst, að hún skilji sig frá mannfólkinu með hærri vexti, efra skolti eins og á skordýri og löngum, hárlíkum lufsum (ekki minnst á háralit) úr höfði sem festar eru beint við sjálfa höfuðskelina. Þó svo veran hafi lifað af langdvalir á pólsvæðum (væntanlega í leit að hvítabjörnum fyrir fjölskyldugarða) þá uni hún sér þó til muna betur í heitari loftslagi. Blóð verunnar er sagt sjálflýsandi og grænt og sjón hennar byggist á innrauðri lýsingu og næmni fyrir hitageislun. Þá er sagt frá næringarvenjum verunnar og næringarháttum hennar svo lýst að reglulega annan hvern dag þurfi hún að heimsækja sláturhús til þess að geta nærst á sláturafurðum (blóðmör og lifrarpylsu?). Nú er það svo, að undirritaðan rak í rogastans því ekki kannast ég neitt við borgarstjórann okkar af þessari lýsingu – kannast í rauninni ekki við neinn, sem þessi lýsing á við enda hef ég aldrei umgengist geimverur. Svo heppilega vildi hins vegar til að ég rakst í leit minni hjá Wikipediu á tengil yfir á annan af fjölskyldunni Wiki – þ.e. upplýsingavefinn Wiktionary. Þar kom við fyrstu skoðun upp þessi setning: „1. (simile) to be completely at a loss“ (ísl. „að vera algerlega ruglaður“). Og Wiktionary gefur á þessu eftirfarandi útskýringu: „vera eins og álfur út úr hól (Icelandic)“ Nú er heima. Nú kannast ég við minn mann. Hann er hvorki geimvera né rándýr heldur alíslenskur. Að vísu ekki nákvæmlega eins og flestir hinir Íslendingarnir sem ber fyrir augu daglega – en íslenskur samt. Svona getur gerst ef leitað er að lýsingu á sjálfum sér og farið villur vegar í Wiki-fjölskyldunni.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun