Handbolti

Þýski handboltinn: Ólafur og Logi með fimm mörk

Ómar Þorgeirsson skrifar
Logi Geirsson.
Logi Geirsson. Nordic photos/Getty

Íslendingar voru áberandi að vanda í þýska handboltanum í kvöld þegar fimm leikir fóru fram.

Logi Geirsson skoraði fimm mörk í 26-30 sigri Lemgo geng Düsseldorf og Vignir Svavarsson skoraði eitt mark en Sturla Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf.

Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk í 37-26 tapi RN Löwen gegn Hamborg. Þá skoraði Róbert Gunnarsson þrjú mörk fyrir Gummersbach í 27-26 tapi liðsins gegn Düsseldorf.

Aron Pálmarsson skoraði svo eitt mark í öruggum 32-20 sigri hjá Kiel gegn Dormagen.

Hvorki Rúnar Kárason né Alexander Pettersson komust á blað þegar Füchse Berlin tapaði gegn Flensburg 25-26.

Úrslit kvöldsins:

Füchse Berlin-Flensburg 25-26 (11-12)

Düsseldorf-Lemgo 26-30 (12-14)

Lübbecke-Gummersbach 27-26 (12-14)

Kiel-Dormagen 32-20 (16-10)

Hamburg-RN Löwen 37-26 (18-16)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×