Erlent

Vill efla samstarf NATO og ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Fogh Rasmussen vill auka samstarf NATO og ESB. Mynd/ afp.
Anders Fogh Rasmussen vill auka samstarf NATO og ESB. Mynd/ afp.
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, vill efla samstarf bandalagsins og Evrópusambandsins á sviði varnarmála.

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins verður haldinn í nóvember. Fogh segir í samtali við danska blaðið Berlingske Tidende að hann geri sér vonir um að fyrir þann tíma verði hægt að vinna einhverjar hugmyndir að því hvernig auknu samstarfi yrði háttað.

Fogh vill meðal annars að í samvinnu Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins felist sameiginleg vinna við þróun vopnakerfa og samráð um stefnu í öryggismálum. Tilgangurinn yrði meðal annars að spara peninga og koma í veg fyrir tvíverknað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×