Erlent

Starfsemi bönnuð í Bretlandi

Leiðtogi harðskeyttra múslima í Bretlandi.
fréttablaðið/AP
Leiðtogi harðskeyttra múslima í Bretlandi. fréttablaðið/AP
Breska stjórnin hefur bannað starfsemi samtakanna Islam4UK í Bretlandi, eftir að leiðtogi þeirra, Anjem Choudary, hótaði því að efna til fjölmennra mótmæla í litlu bæjarfélagi, Wootton Brasset, þar sem hefð er fyrir því að minnast fallinna breskra hermanna úr stríðinu í Írak.

Choudary þykir einn harðasti talsmaður íslamista í Bretlandi, og hefur fagnað ýmsum hryðjuverkum sem framin eru í nafni íslams víða um heim.

Samtökin hétu áður Al-Muhajiroun, en breyttu um nafn eftir að þau voru bönnuð. Þau höfðu fengið að starfa að mestu óáreitt vegna þess hve lítið þau létu fara fyrir sér. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×