Viðskipti innlent

Botninum líklegast náð á íbúðamarkaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fasteignaverð hefur náð botninum, segir Greining Íslandsbanka. Mynd/ E. Ól.
Fasteignaverð hefur náð botninum, segir Greining Íslandsbanka. Mynd/ E. Ól.
Allt bendir nú til þess að botninum á íbúðamarkaði hafi verið náð á þessu ári, segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Með því lýkur þriggja ára lægð á íbúðamarkaði, en samdráttur hófst á þessum markaði í ársbyrjun 2008.

Greining Íslandsbanka segir að reynist botninum vera náð í þessari niðursveiflu og íbúðaverð lækki ekki meira sé ljóst að íbúðaverð hafi lækkað um 15% að nafnvirði og tæp 40% að raunvirði í þeirri kreppu sem ríkt hefur á íbúðamarkaði frá ársbyrjun 2008. Allar vísbendingar bendi nú í þá átt að botninum sé náð. Verðhækkanir hafi tekið við af lækkunum á íbúðamarkaði, veltan sé að aukast og áhugi á íbúðakaupum virðist vera að glæðast á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×