Hollendingar hunsuðu hugmyndir um varasjóð Landsbankans 2. febrúar 2010 17:49 Jónas Fr. Jónsson. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins vísar ásökunum um lygar á bug en fyrrverandi yfirmaður hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabankans, Arnold Schilder, sagði fyrir þingnefnd þar í landi að trekk í trekk hefðu Íslendingar logið að sér og starfsmönnum sínum. Jónas segir að stungið hafi verið upp á að Landsbankinn setti upp varasjóð í Hollandi en þær hugmyndir hafi aldrei verið afgreiddar af hálfu Hollendinga. „Starfsmenn Fjármálaeftirlitins gáfu þær upplýsingar um fjárhag Landsbankans sem þeir töldu réttar hverju sinni byggðar á fyrirliggjandi gögnum frá bankanum og hálfsársuppgjöri 2008, árituðu af endurskoðendum bankans," segir Jónas í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér. „Ásökunum um lygar starfsmanna Fjármálaeftirlitsins er vísað á bug, en þar lagði fólk sig fram um að sinna starfi sínu af fagmennsku og heiðarleika." Jónas bendir á að útibú Landsbankans í Hollandi hafi hafið starfsemi sína á árinu 2006. Eftir að hafa fengið grænt ljós frá hollenskum yfirvöldum í kjölfar samninga tryggingasjóða landanna hóf útibúið að bjóða innlánsreikninga fyrir almenna sparifjáreigendur vorið 2008. „Samkvæmt Evrópureglum fóru hollensk yfirvöld með eftirlit með neytendavernd og lausafé útibúsins, auk ýmissa annarra heimilda ef nauðsyn krefði." Hefði munað um minna „Í viðræðum við Hollendinga í ágúst og september 2008 var rætt um að Landsbankinn setti upp varasjóð í Hollandi," segir Jónas ennfremur. Tillagan hafi hinsvegar ekki verið afgreidd af hálfu Hollendinga. „Hefði það verið gert hefði sjóðurinn getað numið hátt í 600 milljónum evra þegar bankinn féll. Hefði þar munað um minna," segir Jónas. Hann ítrekar einnig að enginn hafi séð fyrir þær einstæðu fjármálahamfarir sem urðu í heiminum í lok september og byrjun október 2008. „Í Hollandi þurfti að þjóðnýta Fortis banka, ING bankinn þurfti verulega fjárhagsaðstoð frá ríkinu og smærri fjármálaþjónustufyrirtæki s.s. Aegon og SNS fengu ríkisaðstoð, auk almennra aðgerða. Haustið 2009 féll DSB bankinn. Embættismenn í Hollandi vilja beina athyglinni frá þessum heimavanda með yfirlýsingum og hörku gagnvart Íslendingum um Icesave." Tengdar fréttir Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu „Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. 2. febrúar 2010 17:19 Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn. 1. febrúar 2010 19:24 Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2. febrúar 2010 13:15 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins vísar ásökunum um lygar á bug en fyrrverandi yfirmaður hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabankans, Arnold Schilder, sagði fyrir þingnefnd þar í landi að trekk í trekk hefðu Íslendingar logið að sér og starfsmönnum sínum. Jónas segir að stungið hafi verið upp á að Landsbankinn setti upp varasjóð í Hollandi en þær hugmyndir hafi aldrei verið afgreiddar af hálfu Hollendinga. „Starfsmenn Fjármálaeftirlitins gáfu þær upplýsingar um fjárhag Landsbankans sem þeir töldu réttar hverju sinni byggðar á fyrirliggjandi gögnum frá bankanum og hálfsársuppgjöri 2008, árituðu af endurskoðendum bankans," segir Jónas í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér. „Ásökunum um lygar starfsmanna Fjármálaeftirlitsins er vísað á bug, en þar lagði fólk sig fram um að sinna starfi sínu af fagmennsku og heiðarleika." Jónas bendir á að útibú Landsbankans í Hollandi hafi hafið starfsemi sína á árinu 2006. Eftir að hafa fengið grænt ljós frá hollenskum yfirvöldum í kjölfar samninga tryggingasjóða landanna hóf útibúið að bjóða innlánsreikninga fyrir almenna sparifjáreigendur vorið 2008. „Samkvæmt Evrópureglum fóru hollensk yfirvöld með eftirlit með neytendavernd og lausafé útibúsins, auk ýmissa annarra heimilda ef nauðsyn krefði." Hefði munað um minna „Í viðræðum við Hollendinga í ágúst og september 2008 var rætt um að Landsbankinn setti upp varasjóð í Hollandi," segir Jónas ennfremur. Tillagan hafi hinsvegar ekki verið afgreidd af hálfu Hollendinga. „Hefði það verið gert hefði sjóðurinn getað numið hátt í 600 milljónum evra þegar bankinn féll. Hefði þar munað um minna," segir Jónas. Hann ítrekar einnig að enginn hafi séð fyrir þær einstæðu fjármálahamfarir sem urðu í heiminum í lok september og byrjun október 2008. „Í Hollandi þurfti að þjóðnýta Fortis banka, ING bankinn þurfti verulega fjárhagsaðstoð frá ríkinu og smærri fjármálaþjónustufyrirtæki s.s. Aegon og SNS fengu ríkisaðstoð, auk almennra aðgerða. Haustið 2009 féll DSB bankinn. Embættismenn í Hollandi vilja beina athyglinni frá þessum heimavanda með yfirlýsingum og hörku gagnvart Íslendingum um Icesave."
Tengdar fréttir Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu „Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. 2. febrúar 2010 17:19 Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn. 1. febrúar 2010 19:24 Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2. febrúar 2010 13:15 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu „Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. 2. febrúar 2010 17:19
Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn. 1. febrúar 2010 19:24
Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2. febrúar 2010 13:15