Erlent

Samkynhneigð ósátt við bann

Um hundrað manns söfnuðust saman fyrir utan alríkisdómstólinn í gær. fréttablaðið/AP
Um hundrað manns söfnuðust saman fyrir utan alríkisdómstólinn í gær. fréttablaðið/AP
Í San Francisco eru hafin fyrstu réttarhöldin í sögu Bandaríkjanna um það hvort bann við hjónaböndum samkynhneigðra brjóti í bága við stjórnarskrá landsins.

Kjósendur í Kaliforníu samþykktu í nóvember 2008 bann við því að samkynhneigðir gangi í hjónaband. Tvö samkynhneigð pör kærðu bannið.

Allar líkur eru til þess að málið fari fyrir hæstarétt Bandaríkjanna, hvernig svo sem dóms­úrskurður fellur í Kaliforníu. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×