Efnaðir Danir óttast um auðæfi sín í bönkunum 12. janúar 2010 14:53 Þeir Danir sem eiga stórar upphæðir inn á reikningum í dönsku bönkunum óttast nú um fjárhagslegt öryggi sitt þegar bankpakke I fellur úr gildi í haust.Bankpakke I var fyrsta opinbera aðstoð danskra stjórnvalda við bankakerfi landsins í kreppunni á síðasta ári. Samkvæmt honum voru m.a. allar innistæður í dönskum bönkum tryggðar af ríkisvaldinu upp að 375.000 dönskum kr. á hvern reikning.Samkvæmt frétt í Jyllands Posten óttast margir efnaðir Danir að einhverjir af bönkunum muni komast í þrot og eru því að skipta auðæfum sínum á reikninga í fleiri en einum banka. Þannig telja þeir að fé sitt sé betur tryggt ef allt fer á versta veg.„Fólk er að verða ákaflega taugaveiklað yfir innistæðum sínum," segir Elisabeth Arendt hjá Mybanker sem tekur saman tölur um verð hjá bönkum og fjármálastofnunum. „Ég fæ að meðaltali þrjár fyrirspurnir á dag um tryggingarnar á innistæðum. Danir sem eiga stórar upphæðir inni í bönkunum óttast hvað gerist þegar ríkisábyrgðin fellur niður þann 1. október í ár."Á móti því að ríkisábyrgðin fellur niður á þessum tíma mun tryggingin sem tryggingasjóður innistæðna í Danmörku veitir verða hækkuð í 700.000 danskar kr. Fólk sem á milljónir inni á bankabókum er því í hættu á að missa allt umfram þessa upphæð ef allt fer á versta veg.Arendt segir að sökum þessa ótta sé fólk að dreifa fé sínu á fleiri reikninga. Þannig að einstaklingur sem á 3 milljónir danskra kr. setur nú 750.000 dkr. inn á fjóra reikninga í fjórum bönkum. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þeir Danir sem eiga stórar upphæðir inn á reikningum í dönsku bönkunum óttast nú um fjárhagslegt öryggi sitt þegar bankpakke I fellur úr gildi í haust.Bankpakke I var fyrsta opinbera aðstoð danskra stjórnvalda við bankakerfi landsins í kreppunni á síðasta ári. Samkvæmt honum voru m.a. allar innistæður í dönskum bönkum tryggðar af ríkisvaldinu upp að 375.000 dönskum kr. á hvern reikning.Samkvæmt frétt í Jyllands Posten óttast margir efnaðir Danir að einhverjir af bönkunum muni komast í þrot og eru því að skipta auðæfum sínum á reikninga í fleiri en einum banka. Þannig telja þeir að fé sitt sé betur tryggt ef allt fer á versta veg.„Fólk er að verða ákaflega taugaveiklað yfir innistæðum sínum," segir Elisabeth Arendt hjá Mybanker sem tekur saman tölur um verð hjá bönkum og fjármálastofnunum. „Ég fæ að meðaltali þrjár fyrirspurnir á dag um tryggingarnar á innistæðum. Danir sem eiga stórar upphæðir inni í bönkunum óttast hvað gerist þegar ríkisábyrgðin fellur niður þann 1. október í ár."Á móti því að ríkisábyrgðin fellur niður á þessum tíma mun tryggingin sem tryggingasjóður innistæðna í Danmörku veitir verða hækkuð í 700.000 danskar kr. Fólk sem á milljónir inni á bankabókum er því í hættu á að missa allt umfram þessa upphæð ef allt fer á versta veg.Arendt segir að sökum þessa ótta sé fólk að dreifa fé sínu á fleiri reikninga. Þannig að einstaklingur sem á 3 milljónir danskra kr. setur nú 750.000 dkr. inn á fjóra reikninga í fjórum bönkum.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira