Erlent

Pabbi loftbelgsstráksins í grjótið

Falcon Heeney stal athygli fjölmiðla á síðasta ári.
Falcon Heeney stal athygli fjölmiðla á síðasta ári.

Faðir loftbelgsstráksins svokallaða í Bandaríkjunum hóf í dag að afplána níutíu daga fangelsisdóm fyrir að villa um fyrir yfirvöldum. Það vakti heimsathygli síðastliðið sumar þegar lögreglan eltist í tvær klukkustundir við heimasmíðaðan loftbelg sem foreldrarnir sögðu að hinn sex ára gamli Falcon Heeney hefði skriðið inn í.

Falcon fannst uppi á lofti í heimili sínu sex klukkustundum eftir að sjónarspilið hófst. Móðirin var dæmd í tuttugu daga fangelsi. Foreldrarnir vonuðust til að sviðsetningin myndi hjálpa þeim við að komast í raunveruleikaþætti í sjónvarpi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×