Erlent

Airbus hálfnað með árssöluna

Airbus A380 er stærsta farþegaþota heims.
Airbus A380 er stærsta farþegaþota heims. Mynd/AP
Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus er kominn hálfa leið að því marki sínu að afhenda að minnsta kosti tuttugu A380 risaþotur á þessu ári.

Tíunda þotan var afhent fyrir helgi þegar Singapore Airlines fékk sína elleftu vél og Lufthansa aðra vél sína, að því er fram kemur í tilkynningu Airbus. Núna eru því 33 slíkar þotur í notkun í heiminum. Þeim á þó eftir að fjölga, því sautján viðskiptavinir Airbus hafa alls pantað 234 vélar.

Önnur flugfélög sem hafa risaþotuna í flota sínum eru Emirates Airline, Air France og Qantas.- óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×