Erlent

Tekinn í tollinum í Mexíkó með 18 apa innanklæða

Tollyfirvöld í Mexíkó handtóku mann við komuna til landsins frá Perú í gærdag en sá reyndist hafa 18 Titi apa innanklæða.

Tveir af öpunum reyndust dauðir eftir ferðalagið. Titi apar eru meðal smávöxnustu apa í heiminum en þá er eingöngu að finna í Suður-Ameríku og eru þeir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Samkvæmt frétt um málið á BBC er smygl á dýrum umfangsmikið vandamál í Mexíkó en landið er oft á tíðum viðkomustaður smyglara sem ætla sér að selja dýrin í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×