Erlent

Danir borga Talibönum fyrir að hætta að berjast

Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að borga vígamönnum Talibana í Afganistan fé til þess að fá þá til að leggja niður vopn sín og hætta að berjast við danska hermenn í Helmand héraðinu.

Lene Espersen utanríkisráðherra Danmerkur hefur ákveðið að eyða 30 milljónum danskra króna eða rúmlega 600 milljónum króna í þetta verkefni. Verður féið tekið af árlegri þróunaraðstoð Dana til Afganistan.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að með þessu taki dönsk stjórnvöld þá áhættu að greiða vígamönnum fé sem áður hafa drepið danska hermenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×