Enginn hefur yfirsýn yfir öryggismál 20. júlí 2010 04:00 Stofnunum sem starfa í öryggismálum og gegn hryðjuverkum fjölgaði mikið undir stjórn George W. Bush og fengu margar þeirra hærri upphæðir frá ríkinu en þær gátu eytt. fréttablaðið/úr safni Umfang leyniþjónustu í Bandaríkjunum er orðið svo mikið og þunglamalegt að enginn veit hversu mikið hún kostar, hversu margir starfa í henni, hversu mörg verkefni eru í vinnslu innan hennar eða nákvæmlega hversu margar stofnanir gera það sama. Þetta kemur fram í frétt blaðsins Washington Post, sem hefur rannsakað starfsemina í tvö ár. Ómögulegt er að segja til um það hversu áhrifaríkar aðgerðir Bandaríkjamanna í öryggismálum og baráttunni gegn hryðjuverkum hafa verið frá 11. september 2001 vegna þessa. Blaðið lýsir því sem svo að í raun sé um að ræða leynilegan heim í Bandaríkjunum sem sé hulinn almenningi og enginn hafi í raun yfirsýn yfir. Mörg verkefni eru aðeins á vitorði helstu yfirmanna og finnast því hvergi í opinberum skrám. Tæplega þrettán hundruð opinberar stofnanir og hátt í tvö þúsund einkafyrirtæki starfa við þessi mál á tíu þúsund stöðum víðs vegar um landið. Að minnsta kosti fimmtungur þeirra varð til eftir hryðjuverkaárásirnar hinn 11. september 2001, eða 263 stofnanir. Margar stofnananna sem voru til fyrir hafa stækkað gífurlega mikið síðan árásirnar voru gerðar. Svo virðist sem fjölmargar stofnanir vinni sama verkið, til dæmis fylgist 51 stofnun í fimmtán borgum landsins með peningaflæði til og frá hryðjuverkasamtökum. Um 1,7 milljarðar tölvubréfa, símtala og annars konar samskipta er vistaður hjá öryggisstofnunum á hverjum degi, en engin þeirra kemst nálægt því að ná að fara í gegnum allt magnið. Þá eru svo margar skýrslur gefnar út af þessum stofnunum að þær gera lítið gagn. Margar fara algjörlega fram hjá þeim sem eiga að lesa þær. Varnarmálaráðherrann Robert M. Gates sagði í viðtali við blaðið í síðustu viku að vegna vaxtar þessa geira sé erfitt að ná utan um alla starfsemina. Hann sagðist þó ekki telja að kerfið sé orðið of stórt til að það sé hægt, en viðurkenndi að erfitt geti reynst að fá nákvæmar upplýsingar. Washington Post ætlar að birta annan og þriðja hluta rannsóknar sinnar í dag og á morgun. thorunn@frettabladid.is Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Umfang leyniþjónustu í Bandaríkjunum er orðið svo mikið og þunglamalegt að enginn veit hversu mikið hún kostar, hversu margir starfa í henni, hversu mörg verkefni eru í vinnslu innan hennar eða nákvæmlega hversu margar stofnanir gera það sama. Þetta kemur fram í frétt blaðsins Washington Post, sem hefur rannsakað starfsemina í tvö ár. Ómögulegt er að segja til um það hversu áhrifaríkar aðgerðir Bandaríkjamanna í öryggismálum og baráttunni gegn hryðjuverkum hafa verið frá 11. september 2001 vegna þessa. Blaðið lýsir því sem svo að í raun sé um að ræða leynilegan heim í Bandaríkjunum sem sé hulinn almenningi og enginn hafi í raun yfirsýn yfir. Mörg verkefni eru aðeins á vitorði helstu yfirmanna og finnast því hvergi í opinberum skrám. Tæplega þrettán hundruð opinberar stofnanir og hátt í tvö þúsund einkafyrirtæki starfa við þessi mál á tíu þúsund stöðum víðs vegar um landið. Að minnsta kosti fimmtungur þeirra varð til eftir hryðjuverkaárásirnar hinn 11. september 2001, eða 263 stofnanir. Margar stofnananna sem voru til fyrir hafa stækkað gífurlega mikið síðan árásirnar voru gerðar. Svo virðist sem fjölmargar stofnanir vinni sama verkið, til dæmis fylgist 51 stofnun í fimmtán borgum landsins með peningaflæði til og frá hryðjuverkasamtökum. Um 1,7 milljarðar tölvubréfa, símtala og annars konar samskipta er vistaður hjá öryggisstofnunum á hverjum degi, en engin þeirra kemst nálægt því að ná að fara í gegnum allt magnið. Þá eru svo margar skýrslur gefnar út af þessum stofnunum að þær gera lítið gagn. Margar fara algjörlega fram hjá þeim sem eiga að lesa þær. Varnarmálaráðherrann Robert M. Gates sagði í viðtali við blaðið í síðustu viku að vegna vaxtar þessa geira sé erfitt að ná utan um alla starfsemina. Hann sagðist þó ekki telja að kerfið sé orðið of stórt til að það sé hægt, en viðurkenndi að erfitt geti reynst að fá nákvæmar upplýsingar. Washington Post ætlar að birta annan og þriðja hluta rannsóknar sinnar í dag og á morgun. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira