Erlent

Ætluðu að sprengja sjö farþegavélar

Óli Tynes skrifar
Vélarnar áttu að fara frá Heathrow flugvelli í Lundúnum.
Vélarnar áttu að fara frá Heathrow flugvelli í Lundúnum.

Þrír menn hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir samsæri um að sprengja sjö farþegaflugvélar í loft upp eftir flugtak frá Lundúnum.

Vélarnar áttu að fara í loftið hver af annarri á tveggja og hálfrar klukkustundar tímabili.

Forsprakki hópsins var ásamt öðrum manni dæmdur í lífstíðarfangelsi á síðasta ári.

Hann hafði útbúið sprengjur sem hægt var að fela í gosdrykkjadósum.

Eftir það var öryggisreglum á flugvöllum breytt þannig að nú er bannað að fara með vökva um borð í flugvélar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×