Umfjöllun: Haukar bundu endi á einokun Vals Ómar Þorgeirsson skrifar 27. febrúar 2010 20:13 Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson í mikilli baráttu við varnarmenn Vals. Mynd/Daníel Haukar unnu Val 23-15 í úrslitaleik Eimskipsbikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag en staðan var 9-8 Haukum í vil í hálfleik. Haukar náðu þar með að binda endi á sigurgöngu Vals í bikarnum en Valsmenn höfðu unnið bikarinn síðustu tvö ár en Haukar unnu bikarinn síðast árið 2002. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og varnarleikur og markvarsla í aðalhlutverki hjá báðum liðum framan af leik. Það var því lítið skorað og staðan var til að mynda aðeins 4-2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður Hauka og Hlynur Mortens markvörður Vals í góðum gír. Haukar voru þó alltaf skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum þó svo að munurinn hafi aðeins verið eitt mark, 9-8, þegar hálfleiksflautan gall. Valsmenn jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn var raunar í járnum eftir það alveg þangað til að tíu mínútur lifðu leiks í stöðunni 14-14 að leikur Vals hrundi. Haukar skiptu yfir í 6-0 vörn og Birkir Ívar skellti í lás og við tók ótrúlegur leikkafli þar sem Haukamenn skoruðu átta mörk í röð. Haukamenn hreinlega keyrðu yfir lánlausa Valsmenn sem áttu engin svör við varnarleik Hauka og því fór sem fór. Lokatölur urðu sem segir 23-15 en þær gefa ef til vill ekki til kynna um jafnræðið sem var með liðunum lengi vel í leiknum. Það er hins vegar ekki spurt að því þar sem Haukar héldu út og eru vel að sigrinum komnir. Birkir Ívar var frábær í marki Hauka í leiknum og hreinlega lokaði markinu á stórum köflum í leiknum en Guðmundur Árni Ólafsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson fóru mikinn í sóknarleiknum. Hjá Val varði Hlynur oft á tíðum mjög vel og Sigurður Eggertsson sýndi lipra takta í sókninni.Tölfræðin: Haukar-Valur 23-15 (9-8)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/3 (7/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 5 (12), Sigurbergur Sveinsson 4/2 (12/2), Elías Már Halldórsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 0/1 (1/1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 25/1 (40, 63%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (2, 50%)Hraðaupphlaup: 5 (Elías Már 2, Guðmundur Árni, Sigurbergur, Gunnar Berg)Fiskuð víti: 6 (Pétur, Freyr, Sigurbergur, Guðmundur Árni, Heimir Óli, Björgvin Þór)Utan vallar: 4 mínúturMörk Vals (skot): Sigurður Eggertsson 7 (11), Ernir Hraf Arnarson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Arnór Þór Gunnarsson 2 (10/1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (9), Ingvar Árnason 0 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Mortens 19 (41/3, 46%), Ingvar Guðmundsson 2/1 (3/2, 67%)Hraðaupphlaup: 3 (Arnór Þór 2, Sigurður)Fiskuð víti: 1 (Orri Freyr)Utan vallar: 4 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Haukar unnu Val 23-15 í úrslitaleik Eimskipsbikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag en staðan var 9-8 Haukum í vil í hálfleik. Haukar náðu þar með að binda endi á sigurgöngu Vals í bikarnum en Valsmenn höfðu unnið bikarinn síðustu tvö ár en Haukar unnu bikarinn síðast árið 2002. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og varnarleikur og markvarsla í aðalhlutverki hjá báðum liðum framan af leik. Það var því lítið skorað og staðan var til að mynda aðeins 4-2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður Hauka og Hlynur Mortens markvörður Vals í góðum gír. Haukar voru þó alltaf skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum þó svo að munurinn hafi aðeins verið eitt mark, 9-8, þegar hálfleiksflautan gall. Valsmenn jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn var raunar í járnum eftir það alveg þangað til að tíu mínútur lifðu leiks í stöðunni 14-14 að leikur Vals hrundi. Haukar skiptu yfir í 6-0 vörn og Birkir Ívar skellti í lás og við tók ótrúlegur leikkafli þar sem Haukamenn skoruðu átta mörk í röð. Haukamenn hreinlega keyrðu yfir lánlausa Valsmenn sem áttu engin svör við varnarleik Hauka og því fór sem fór. Lokatölur urðu sem segir 23-15 en þær gefa ef til vill ekki til kynna um jafnræðið sem var með liðunum lengi vel í leiknum. Það er hins vegar ekki spurt að því þar sem Haukar héldu út og eru vel að sigrinum komnir. Birkir Ívar var frábær í marki Hauka í leiknum og hreinlega lokaði markinu á stórum köflum í leiknum en Guðmundur Árni Ólafsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson fóru mikinn í sóknarleiknum. Hjá Val varði Hlynur oft á tíðum mjög vel og Sigurður Eggertsson sýndi lipra takta í sókninni.Tölfræðin: Haukar-Valur 23-15 (9-8)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/3 (7/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 5 (12), Sigurbergur Sveinsson 4/2 (12/2), Elías Már Halldórsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 0/1 (1/1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 25/1 (40, 63%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (2, 50%)Hraðaupphlaup: 5 (Elías Már 2, Guðmundur Árni, Sigurbergur, Gunnar Berg)Fiskuð víti: 6 (Pétur, Freyr, Sigurbergur, Guðmundur Árni, Heimir Óli, Björgvin Þór)Utan vallar: 4 mínúturMörk Vals (skot): Sigurður Eggertsson 7 (11), Ernir Hraf Arnarson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Arnór Þór Gunnarsson 2 (10/1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (9), Ingvar Árnason 0 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Mortens 19 (41/3, 46%), Ingvar Guðmundsson 2/1 (3/2, 67%)Hraðaupphlaup: 3 (Arnór Þór 2, Sigurður)Fiskuð víti: 1 (Orri Freyr)Utan vallar: 4 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni