Handknattleikslið Vals heldur áfram að missa leikmenn en stórskyttan Elvar Friðriksson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Lemvig. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Elvar skrifaði undir þriggja ára samning við danska félagið. Tíðindin koma svolítið á óvart í ljósi þess að Elvar gerði nýjan samning við Val undir lok síðasta mánaðar.
Lemvig var nálægt því að falla á síðustu leiktíð en hefur styrkt sig mikið og er Elvar einn fimm leikmanna sem liðið hefur fengið til sín í sumar.