Innlent

Man ekki til að neinn hafi verið rekinn

Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson

„Ég minnist þess ekki að neinn hafi beinlínis verið rekinn úr Sjálfstæðisflokknum," segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Hann segir það hafa komið mjög til tals þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína stjórn og eins þegar hann studdi Ásgeir Ásgeirsson, tengdaföður sinn, í forsetakjöri gegn frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins; Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti árið 1952, það hafi hins vegar aldrei verið gert.

„Það voru engin ákvæði í skipulagsreglum flokksins um brottvikningu úr flokknum. Hins vegar gengu menn í flokkinn gegnum ákveðin félög, Hvöt, Óðin eða einhver af félögunum úti á landi, svo dæmi séu nefnd. Ef menn brutu reglur flokksins með því að bjóða fram fyrir aðra stjórnmálaflokka, var sjálfhætt í flokknum," segir Guðni.




Tengdar fréttir

Er óheimilt að vera í Sjálfstæðisflokknum

Tveimur félögum í Sjálfstæðisflokknum, þeim Guðmundi Skúla Halldórssyni og Ólafi Áka Ragnarssyni, er óheimilt að vera félagar í flokknum. Báðir hafa þeir gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn; Guðmundur var formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi og Ólafur bæjarstjóri í Ölfusi.

Jónmundur: Ólafur sagði sig sjálfur úr flokknum

„Það er alveg kýrskýrt að Ólafur [Áki Ragnarsson. innskt. blm.] er ekki rekinn úr flokknum. Hvorki af mér persónulega, né af miðstjórn flokksins,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en Ólafur Áki, sem áður gegndi embætti bæjarstjóra í Ölfusi, sagðist hafa verið vísað úr flokknum.

Rekinn úr Sjálfstæðisflokknum degi fyrir landsfund

„Mér var vísað úr flokknum í gær,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ölfuss, en hann var rekinn úr Sjálfstæðisflokknum í gær. Það var framkvæmdarstjóri flokksins, Jónmundur Guðmarsson, sem hringdi í hann í gær og tilkynnti honum að miðstjórn flokksins hefði ákveðið að vísa honum úr flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×