Innlent

Ölvaðir ökumenn ollu tjóni í Reykjavík

Tveir ölvaðir ökumenn ollu tjóni með þvi að aka utan í bíla í Reykjavík í nótt. Annar þeirra stakk af frá vettvangi, en var handtekinn skömmu síðar.

Hinn var enn á vettvangi þegar lögreglu bar að, eftir ábendingu frá vitnum.

Þriðji ökumaðurinn var svo tekinn úr umferð eftir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Eitthvað af fíkniefnum fannst í bíl hans og gistir hann fangageymslur þartil hann verður yfirheyrður í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×