Samorka: Reglugerð Svandísar veldur vonbrigðum 22. júní 2010 14:56 MYND/Vilhelm Gústaf Adolf Skúlason - aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að setja ströng viðmið um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti valdi mönnum þar á bæ talsverðum vonbrigðum. Gústaf segir að ákvörðunin sé greinilega tekin á pólitískum forsendum en Samorkumenn töldu sig hafa unnið að málinu í góðu samstarfi við ráðuneytið og bjuggust menn við því að viðmiðin yrðu í samræmi við reglur alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sem leyfa 150 míkrógrömm á rúmmetra. Nýja reglugerðin er hinsvegar mun strangari og leyfir aðeins 50 míkrógrömm á rúmmetra. „Þetta eru talsverð vonbrigði," segir Gústaf. „Ekki svo að við viljum gera lítið úr mikilvægi þess að hér sé heilbrigt andrúmsloft. En við höfðum verið í ágætu samráði við ráðuneytið að við töldum um þetta mál. Við töldum okkur hafa náð sameiginlegri niðurstöðu um að hér skyldu gilda sömu mörk og Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur skilgreint." Gústaf segir að sameiginlegur skilningur hafi verið um að engar faglegar forsendur væru fyrir því að hafa strangari reglur hér á landi. „Þannig að þetta er pólitísk ákvörðun að hafa þrefalt strangari reglur en WHO hefur skilgreint." Mörk Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar eru 150 míkrógrömm í rúmmetra og í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir að þau mörk séu sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki langtímaáhrifa á heilsu fólks. Umhverfisráðherra segir óvissu ríkja um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun brennisteinsvetnis og því hafi hún talið nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fái notið vafans. Gústaf segir að þarna gæti miskilnings. Öryggismörk WHO séu miðað við 150 míkrógrömm en bráðamörkin sem ráðuneytið talar um eru hins vegar mun hærri, eða 15 þúsund míkrógrömm. Gústaf segir reglugerðina geta haft gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir fyrirtækin. „Það eru ekki allar borholur nálægt byggð. Það er því mjög blóðugt að kosta til hugsanlega tugum milljóna til þess að hafa eftirlit með því að styrkur brennisteinsvetnis fari aldrei yfir ákveðin mörk einhversstaðar úti í óbyggðum," segir Gústaf. Gústaf segir að Samorka muni koma sínum sjónarmiðum í málinu á framfæri við umhverfisráðuneytið. „En við vorum raunar búnir að því og töldum okkur hafa náð sameiginlegri niðurstöðu með ráðuneytinu um að miða við þessi WHO mörk." Tengdar fréttir Reglugerð sett um styrk brennisteinsvetnis Umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að markmið reglugerðarinnar sé að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks. Brennisteinsvetni hefur mælst í mun meira magni síðustu ár á höfuðborgarsvæðinu eftir að nýting jarðhita var aukin á Hellisheiðarsvæðinu en brennisteinsvetni getur haft áhrif á heilsu fólks, gróður og mannvirki að sögn ráðuneytisins. 22. júní 2010 11:20 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Gústaf Adolf Skúlason - aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að setja ströng viðmið um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti valdi mönnum þar á bæ talsverðum vonbrigðum. Gústaf segir að ákvörðunin sé greinilega tekin á pólitískum forsendum en Samorkumenn töldu sig hafa unnið að málinu í góðu samstarfi við ráðuneytið og bjuggust menn við því að viðmiðin yrðu í samræmi við reglur alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sem leyfa 150 míkrógrömm á rúmmetra. Nýja reglugerðin er hinsvegar mun strangari og leyfir aðeins 50 míkrógrömm á rúmmetra. „Þetta eru talsverð vonbrigði," segir Gústaf. „Ekki svo að við viljum gera lítið úr mikilvægi þess að hér sé heilbrigt andrúmsloft. En við höfðum verið í ágætu samráði við ráðuneytið að við töldum um þetta mál. Við töldum okkur hafa náð sameiginlegri niðurstöðu um að hér skyldu gilda sömu mörk og Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur skilgreint." Gústaf segir að sameiginlegur skilningur hafi verið um að engar faglegar forsendur væru fyrir því að hafa strangari reglur hér á landi. „Þannig að þetta er pólitísk ákvörðun að hafa þrefalt strangari reglur en WHO hefur skilgreint." Mörk Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar eru 150 míkrógrömm í rúmmetra og í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir að þau mörk séu sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki langtímaáhrifa á heilsu fólks. Umhverfisráðherra segir óvissu ríkja um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun brennisteinsvetnis og því hafi hún talið nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fái notið vafans. Gústaf segir að þarna gæti miskilnings. Öryggismörk WHO séu miðað við 150 míkrógrömm en bráðamörkin sem ráðuneytið talar um eru hins vegar mun hærri, eða 15 þúsund míkrógrömm. Gústaf segir reglugerðina geta haft gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir fyrirtækin. „Það eru ekki allar borholur nálægt byggð. Það er því mjög blóðugt að kosta til hugsanlega tugum milljóna til þess að hafa eftirlit með því að styrkur brennisteinsvetnis fari aldrei yfir ákveðin mörk einhversstaðar úti í óbyggðum," segir Gústaf. Gústaf segir að Samorka muni koma sínum sjónarmiðum í málinu á framfæri við umhverfisráðuneytið. „En við vorum raunar búnir að því og töldum okkur hafa náð sameiginlegri niðurstöðu með ráðuneytinu um að miða við þessi WHO mörk."
Tengdar fréttir Reglugerð sett um styrk brennisteinsvetnis Umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að markmið reglugerðarinnar sé að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks. Brennisteinsvetni hefur mælst í mun meira magni síðustu ár á höfuðborgarsvæðinu eftir að nýting jarðhita var aukin á Hellisheiðarsvæðinu en brennisteinsvetni getur haft áhrif á heilsu fólks, gróður og mannvirki að sögn ráðuneytisins. 22. júní 2010 11:20 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Reglugerð sett um styrk brennisteinsvetnis Umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að markmið reglugerðarinnar sé að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks. Brennisteinsvetni hefur mælst í mun meira magni síðustu ár á höfuðborgarsvæðinu eftir að nýting jarðhita var aukin á Hellisheiðarsvæðinu en brennisteinsvetni getur haft áhrif á heilsu fólks, gróður og mannvirki að sögn ráðuneytisins. 22. júní 2010 11:20