Erlent

Námuverkamennirnir fögnuðu

Luis Urzua sést hér með dóttur sinni sem björgunarsveitarmenn og aðstandendur námuverkamannanna komu upp. Urzua var bjargað úr námunni fyrr í vikunni. Mynd/AP
Luis Urzua sést hér með dóttur sinni sem björgunarsveitarmenn og aðstandendur námuverkamannanna komu upp. Urzua var bjargað úr námunni fyrr í vikunni. Mynd/AP

Tólf að námuverkamönnunum 33 sem bjargað var úr námugöngunum í Chile í vikunni komu saman í dag í búðunum við koparnámnuna til að fagna björgun þeirra.

Björgun námumannanna í Chile hefur vakið gleði og aðdáun um allan heim. Bæði eru mennirnir rómaðir fyrir þrautseigju sína og hugrekki og eins stjórnvöld fyrir dugnað í björgunaraðgerðunum.

Mennirnir voru fastir í námunni á tæplega 700 metra dýpi í um 70 daga. Í frétt á BBC er haft eftir læknum að námuverkamennarnir séu ótrúlega vel á sig komnir. Einungis einn þeirra dvelur enn á sjúkrahúsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×