Þú ert ekki nógu mikilvægur -út með þig Óli Tynes skrifar 7. september 2010 13:16 Síðari vélin á leið inn í Tvíburaturnana. Níu ár eru á laugardag liðin frá hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin. Af því tilefni hafa margir rifjað upp atburði þess dags. Meðal þeirra er Condoleezza Rice sem þá var þjóðaröryggisráðsfulltrúi forsetans. Bush las með börnum Þegar fyrri flugvélin flaug á Tvíburaturnana í New York sat George Bush forseti í skólastofu í Flórída og las með skólabörnunum. Aðstoðarmaður kom að forsetanum laut niður og hvíslaði fréttunum í eyra hans. Bush kinkaði kolli og hélt áfram að lesa með börnunum. Það var ekki fyrr en hvíslað var að honum um síðari vélina sem forseinn sleit fundinum með börnunum. Skelfing í Hvíta húsinu Hann var hart gagnrýndur fyrir sein viðbrögð. Verjendur hans bentu raunar á að þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti sem flugvél flaug á háhýsi í New York og ekki ljóst fyrr en eftir síðari vélina að þetta væri hryðjuverkaárás.Í Hvíta húsinu var hinsvegar enginn skortur á skjótum viðbrögðum ef marka má Condoleezzu Rice.Rice greinir frá þessu í þætti á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4, sem verður sendur út 11. september.Hvíta húsið nánast tæmdist þegar allir þustu niður í kjarnorkuskýlið í kjallara þess.Meðal þeirra var Dick Cheney, varaforseti. Mannfjöldinn var svo mikill að það fór að bera á súrefnisskorti.Út með ykkurLífverðirnir í Secret Service gengu þá hreint til verks. Þeir fóru á milli manna og sögðu þar sem við átti; Þú ert ekki nógu mikilvægur, þú verður að fara.Það hefur kannski orðið þessu fólki til lífs að farþegar í flugvél sem ætlað var að fljúga á Hvíta húsið gerðu uppreisn gegn flugræningjunum. Hún hrapaði á akur í Pennsylvaníu.Fjórða vélin flaug svo á varnarmálaráðuneytið í Washington.Öskraði á forsetannCondoleezza Rice segir frá símtali sem hún átti við George Bush. Hann vildi snúa aftur til Washington en hún sagði að það væri of hættulegt.Bandaríkin lægju undir árás og hann yrði að fara á öruggan stað. Það endaði með því að þau öskruðu hvort á annað, en forsetinn sneri aftur.Fjarskipti brugðustRice segir einnig frá því að hið ofur tæknivædda fjarskiptakerfi Hvíta hússins hafi meira og minna brugðist.Því hafi óvarðir farsímar verið notaðir til þess að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri til hersins og annarra öryggissveita.Það hefði getað reynst hættulegt ef óvinir hefðu legið á hleri. Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Níu ár eru á laugardag liðin frá hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin. Af því tilefni hafa margir rifjað upp atburði þess dags. Meðal þeirra er Condoleezza Rice sem þá var þjóðaröryggisráðsfulltrúi forsetans. Bush las með börnum Þegar fyrri flugvélin flaug á Tvíburaturnana í New York sat George Bush forseti í skólastofu í Flórída og las með skólabörnunum. Aðstoðarmaður kom að forsetanum laut niður og hvíslaði fréttunum í eyra hans. Bush kinkaði kolli og hélt áfram að lesa með börnunum. Það var ekki fyrr en hvíslað var að honum um síðari vélina sem forseinn sleit fundinum með börnunum. Skelfing í Hvíta húsinu Hann var hart gagnrýndur fyrir sein viðbrögð. Verjendur hans bentu raunar á að þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti sem flugvél flaug á háhýsi í New York og ekki ljóst fyrr en eftir síðari vélina að þetta væri hryðjuverkaárás.Í Hvíta húsinu var hinsvegar enginn skortur á skjótum viðbrögðum ef marka má Condoleezzu Rice.Rice greinir frá þessu í þætti á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4, sem verður sendur út 11. september.Hvíta húsið nánast tæmdist þegar allir þustu niður í kjarnorkuskýlið í kjallara þess.Meðal þeirra var Dick Cheney, varaforseti. Mannfjöldinn var svo mikill að það fór að bera á súrefnisskorti.Út með ykkurLífverðirnir í Secret Service gengu þá hreint til verks. Þeir fóru á milli manna og sögðu þar sem við átti; Þú ert ekki nógu mikilvægur, þú verður að fara.Það hefur kannski orðið þessu fólki til lífs að farþegar í flugvél sem ætlað var að fljúga á Hvíta húsið gerðu uppreisn gegn flugræningjunum. Hún hrapaði á akur í Pennsylvaníu.Fjórða vélin flaug svo á varnarmálaráðuneytið í Washington.Öskraði á forsetannCondoleezza Rice segir frá símtali sem hún átti við George Bush. Hann vildi snúa aftur til Washington en hún sagði að það væri of hættulegt.Bandaríkin lægju undir árás og hann yrði að fara á öruggan stað. Það endaði með því að þau öskruðu hvort á annað, en forsetinn sneri aftur.Fjarskipti brugðustRice segir einnig frá því að hið ofur tæknivædda fjarskiptakerfi Hvíta hússins hafi meira og minna brugðist.Því hafi óvarðir farsímar verið notaðir til þess að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri til hersins og annarra öryggissveita.Það hefði getað reynst hættulegt ef óvinir hefðu legið á hleri.
Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira