Erlent

Hiltabeltisstormur skellur á Texas

Reiknað er með að hitabeltisstormurinn Hermine skelli á suðurhluta Texas í dag en stormurinn náði inn á strönd Mexíkó í nótt.

Gífurleg úrkoma fylgir storminum og hafa yfirvöld í Texas gefið út aðvaranir um hættu á mannskæðum flóðum vegna stormsins. Vindhraðinn í storminum mælist nú 95 km á klukkustund.

Stormurinn er nú staddur skammt suður af Brownsville í Texas en reiknað er með að hann færi sig yfir til miðhluta ríkisins á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×