Erlent

Hægir á efnahagsbatanum

Yfirvöld í Christchurch hafa þegar látið rífa hús sem hætta þótti stafa af vegna skemmda. Fréttablaðið/AP
Yfirvöld í Christchurch hafa þegar látið rífa hús sem hætta þótti stafa af vegna skemmda. Fréttablaðið/AP
Jarðskjálftinn sem lagði um 500 hús í rúst í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi á föstudag gæti hægt verulega á efnahagsbatanum á svæðinu, segir John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.

„Þetta mun hafa umtalsverð áhrif á efnahag svæðisins og landsins alls, en þau áhrif verða tímabundin,“ segir Key. Hagvöxtur hefur verið jákvæður í landinu síðustu sex mánuði, eftir átján mánaða niðursveiflu.

Talið er að allt að 100 þúsund af 160 þúsund heimilum í Christchurch og nágrenni hafi skemmst. Tjónið hefur ekki verið metið, en það mun nema jafnvirði tuga milljarða króna. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×