Erlent

Ekki hætta á að lokan gefi sig

Umhverfinu er ekki frekari hætta búin af borholunni í Mexíkóflóa.
Umhverfinu er ekki frekari hætta búin af borholunni í Mexíkóflóa.
Ekki er lengur talin hætta á að lokunarbúnaður sem notaður var til að stöðva olíuleka úr borholu BP-olíufélagsins á Mexíkóflóa gefi sig.

Umhverfinu er ekki frekari hætta búin af borholunni, sagði Thad Allen, aðmíráll í bandarísku strandgæslunni sem stýrt hefur aðgerðum vegna lekans. Þó stendur til að bora aðra holu ofan í fyrri borholuna til að loka henni varanlega með steypu, að því er fram kemur á vef BBC. Vinna við nýja borholu á að hefjast á næstu dögum.

BP hefur lofað andvirði 2.300 milljarða króna til að bæta fyrir skaðann af olíulekanum. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×