Erlent

Ástralar hafa eignast sinn fyrsta dýrling

Ástralar eignast dýrling Nunnan Mary MacKillop var tekin í dýrlingatölu í gær, fyrst Ástrala. Fréttablaðið/AP
Ástralar eignast dýrling Nunnan Mary MacKillop var tekin í dýrlingatölu í gær, fyrst Ástrala. Fréttablaðið/AP

PÁFAGARÐUR, AP Benedikt páfi XVI. tilkynnti á sunnudag að áströlsk nunna yrði tekin í dýrlingatölu, fyrst Ástrala.

Mary MacKillop, dóttir fátækra innflytjenda frá Skotlandi, fæddist í Ástralíu árið 1842 og ólst upp í mikilli fátækt. Hún flutti ung að árum til þorpsins Penola við suðurströnd Ástralíu þar sem hún kenndi frumbyggjum lestur.

MacKillop stofnaði fyrstu nunnuregluna í Ástralíu, og hafði hún það markmið að þjóna fátækum og veikum. Árið 1871 var MacKillop vísað úr kaþólsku kirkjunni eftir að hún kom upp um prest sem hafði misnotað sóknarbörn kynferðislega. MacKillop var þó aftur tekin inn í kirkjuna stuttu síðar.

Fjölmargir Ástralar voru viðstaddir athöfnina í gær og sungu og fögnuðu eftir að páfinn hafði lesið upp tilkynningu sína. - sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×