Hvers vegna aðild að ESB nú? 24. júní 2010 06:00 Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu. Ef Ísland hefði verið í ESB hefði verið erfiðara að skrifa og leika þetta ömurlega leikrit. Aðhald nágrannaríkja hefði fyrr krafið íslensk stjórnvöld reikningsskila. Aðild að stærra gjaldmiðilssvæði hefði tryggt stöðugri efnahag og þvingað óábyrgar ríkisstjórnir til að halda aftur af innistæðulausum skattalækkunum sem hafa valdið okkur öllum tjóni. Lægra vaxtastig samfara aðild hefði auðveldað hátæknifyrirtækjum atvinnurekstur og uppbyggingu starfa hér á landi. Við höfum náð miklum árangri í hreinsunarstarfi eftir vitleysishagstjórnartímann. Við erum að ná tökum á ríkisútgjöldum með aðhaldsaðgerðum og aukum um leið tekjuöflun til að standa undir nauðsynlegri velferðarþjónustu. Árangurinn mun koma hratt í ljós, með hagvexti strax á næsta ári. Ef við höldum sjó bendir flest til að þá verði Ísland í betri stöðu en flest önnur ríki í okkar heimshluta. En sá árangur verður skammvinnur ef við leggjum ekki grunn að stöðugra efnahagsumhverfi til lengri tíma með lágum vöxtum og traustum lífskjörum. Við vitum af reynslunni til hvers krónan leiðir. Við þurfum ekki aftur að upplifa að skuldir okkar tvöfaldist vegna gengishruns. Við þurfum ekki að láta börnin okkar upplifa að missa tök á fjármálum sínum vegna óðaverðbólgu - rétt eins og kynslóðirnar á undan. Við þurfum ekki aftur að upplifa nærri 20% stýrivexti árum saman, sem þvinguðu fólk til áhættusamrar lántöku í erlendum gjaldmiðli. Við þurfum ekki aftur að upplifa að sjá vaxtabrodda atvinnulífsins flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi til að lifa af. Þess vegna þurfum við traustan grunn. Aðild að ESB er eina leiðin til að snúa baki við stöðugum óstöðugleika íslensku krónunnar og kveðja svartnætti okurvaxta og verðtryggingar. Þess vegna má aðildarumsóknin ekki bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðun Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu. Ef Ísland hefði verið í ESB hefði verið erfiðara að skrifa og leika þetta ömurlega leikrit. Aðhald nágrannaríkja hefði fyrr krafið íslensk stjórnvöld reikningsskila. Aðild að stærra gjaldmiðilssvæði hefði tryggt stöðugri efnahag og þvingað óábyrgar ríkisstjórnir til að halda aftur af innistæðulausum skattalækkunum sem hafa valdið okkur öllum tjóni. Lægra vaxtastig samfara aðild hefði auðveldað hátæknifyrirtækjum atvinnurekstur og uppbyggingu starfa hér á landi. Við höfum náð miklum árangri í hreinsunarstarfi eftir vitleysishagstjórnartímann. Við erum að ná tökum á ríkisútgjöldum með aðhaldsaðgerðum og aukum um leið tekjuöflun til að standa undir nauðsynlegri velferðarþjónustu. Árangurinn mun koma hratt í ljós, með hagvexti strax á næsta ári. Ef við höldum sjó bendir flest til að þá verði Ísland í betri stöðu en flest önnur ríki í okkar heimshluta. En sá árangur verður skammvinnur ef við leggjum ekki grunn að stöðugra efnahagsumhverfi til lengri tíma með lágum vöxtum og traustum lífskjörum. Við vitum af reynslunni til hvers krónan leiðir. Við þurfum ekki aftur að upplifa að skuldir okkar tvöfaldist vegna gengishruns. Við þurfum ekki að láta börnin okkar upplifa að missa tök á fjármálum sínum vegna óðaverðbólgu - rétt eins og kynslóðirnar á undan. Við þurfum ekki aftur að upplifa nærri 20% stýrivexti árum saman, sem þvinguðu fólk til áhættusamrar lántöku í erlendum gjaldmiðli. Við þurfum ekki aftur að upplifa að sjá vaxtabrodda atvinnulífsins flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi til að lifa af. Þess vegna þurfum við traustan grunn. Aðild að ESB er eina leiðin til að snúa baki við stöðugum óstöðugleika íslensku krónunnar og kveðja svartnætti okurvaxta og verðtryggingar. Þess vegna má aðildarumsóknin ekki bíða.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun