Að beisla markaðinn á tímum niðurskurðar Joseph Stiglitz skrifar 14. júlí 2010 06:00 Það er ekki svo langt síðan allir gátu sagst vera orðnir hallir undir kenningar Keynes. Fjármálageirinn og kenningin um óhefta markaði hafði næstum riðið heiminum að fullu. Markaðirnir leiðréttu sig augljóslega ekki sjálfir. Afnám regluverks reyndist ömurleg mistök. „Nýjungarnar" sem nútíma fjármálakerfið kynnti til sögunnar leiddu ekki til meiri langtímaskilvirkni, hraðari vaxtar eða meiri hagsældar fyrir alla. Þær voru hannaðar til að komast framhjá bókhaldi og sköttum, sem hið opinbera þarf til að fjárfesta í grunnstoðum og tækni, sem liggja að baki raunverulegum vexti en ekki draugavexti eins og þeim sem fjármálageirinn bauð upp á. Heimili er ekki ríkiFjármálageirinn predikaði ekki aðeins hvernig ætti að skapa kraftmikið hagkerfi, heldur líka hvernig ætti að bregðast við kreppu (sem ríkisvaldið gat aðeins orsakað, samkvæmt hugmyndafræðinni, ekki markaðurinn). Í samdrætti minnka ríkistekjur og útgjöld aukast, til dæmis vegna atvinnuleysisbóta. Í framhaldi af því eykst fjárlagahallinn. Harðlínumenn úr röðum fjármálageirans töldu að ríkisvaldið ætti að einblína á að eyða fjárlagahallanum, helst með því að halda aftur af útgjöldum. Niðurskurðurinn myndi endurreisa traust, sem myndi glæða fjárfestingar nýju lífi - og þar með vöxt. Þótt þessi röksemdarfærsla kunni að hljóma sannfærandi, hefur sagan ítrekað sýnt að hún gengur ekki upp. Þegar Hernert Hoover Bandaríkjaforseti reyndi þessa forskrift, stuðlaði það að því að hrunið á verðbréfamörkuðum 1929 breyttist í Kreppuna miklu. Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reyndi sömu formúlu í Austur-Asíu árið 1997, breyttist niðursveifla í samdrátt, sem varð að lokum að kreppu. Röksemdarfærslan fyrir þessari kenningu er gölluð. Heimili sem skuldar meiri peninga en það getur endurgreitt með góðu móti, verður að halda útgjöldunum í skefjum. En þegar ríkisvald gerir þetta, dregur úr framleiðslu og tekjum, atvinnuleysi eykst og ríkið hefur minna á milli handanna til að endurgreiða skuldirnar. Það sem á við heimili á ekki við um ríki. Aðrir vara við því að ríkisútgjöld keyri upp stýrivexti og kæfi þannig einkafjárfestingu. Þetta eru gild sjónarmið í góðu árferði þegar atvinnuástand er eðlilegt. En þau eiga ekki við núna, í ljósi þess hversu ótrúlega lágir langtímastýrivextir hafa verið. Í Evrópu, sérstaklega Þýskalandi, og í vissum ríkjum Bandaríkjanna eykst krafan um aðhald í samræmi við aukinn fjárlagahalla og skuldasöfnun. Ef orðið verður við því, eins og raunin virðist vera í mörgum löndum, gæti það haft skelfilegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í ljósi þess hversu viðkvæm endurreisnin er. Hagvöxtur verður lítill, kreppan gæti aftur náð undirtökum í Evrópu og Bandaríkjunum. Örvunaraðgerðir, uppáhalds Grýla harðlínumannanna, eru ekki helsta ástæðan fyrir auknum ríkisútgjöldum og skuldasöfnun; þær eru afleiðingar skattalækkana og aukinnar eyðslu sem fylgja jafnan hagsveiflum. Aðhald dregur úr hagvexti og skuldirnar eiga í besta falli eftir að lækka örlítið. Einföld uppskriftHagfræði í anda Keynes virkaði: hefði það ekki verið fyrir örvunaraðgerðir ríkisvaldsins hefði kreppan verið lengri og dýpri og atvinnuleysi enn meira. Þetta þýðir ekki að við eigum að hunsa skuldastöðuna. En það sem máli skiptir eru langtímaskuldir. Keynes-hagfræðin býður upp á einfalda uppskrift: í fyrsta lagi forgangsraða; hætta að eyða peningum í óuppbyggilega hluti á borð við stríðin í Írak og Afganistan eða til að bjarga bönkum án þess að það blási lífi í lánveitingar, en verja fénu þess í stað í fjárfestingar sem gefa vel af sér. Í öðru lagi að ýta undir neyslu og stuðla að jafnari lífskjörum og skilvirkni. Það má gera með því að skattleggja fyrirtæki sem endurfjárfesta ekki og lækka skatta til þeirra sem það gera; hækka skatta á hagnað af spákaupmennsku (til dæmis í fasteignaviðskiptum) eða fyrirtæki sem losa út mikið af gróðurhúsaloftegundum, en lækka skatta á þá tekjuminnstu. Önnur úrræði gætu komið gagni. Stjórnvöld ættu til dæmis að hlaupa undir bagga með bönkum sem lána litlum og meðalstórum fyrirtækjum, þar sem mesta atvinnusköpunin á sér stað - eða að koma nýrri stofnun á laggirnar sem tæki það að sér, frekar en að styrkja stóra banka sem hagnast á afleiðuviðskiptum eða snúningum í kreditkortaviðskiptum. Dyntóttur húsbóndiFjármálageirinn hefur lagt mikið á sig til að skapa kerfi sem styrkir málstað hans; á frjálsum og opnum fjármálamarkaði getur fjármagnið flætt yfir lítið land eina stundina en þá næstu eru vextirnir orðnir himinháir eða fjármagnið hefur verið flutt annað. Við slíkar aðstæður virðast lítil lönd ekki eiga neinna kosta völ: fjármálageirinn heimtar aðhald af hálfu ríkisins ellegar flytur hann burt með peningana sína. Fjármálamarkaðurinn er hins vegar strangur og dyntóttur húsbóndi. Daginn eftir að Spánn tilkynnti um aðhaldsaðgerðir lækkuðu ríkisverðbréf landsins um flokk. Vandinn var ekki lítil trú á að spænsk yfirvöld myndu standa við loforðin, heldur trú á að þau myndu einmitt gera það og það myndi draga úr hagvexti og auka atvinnuleysi, sem þegar var í 20 prósentum. Eftir að hafa siglt hagkerfi heimsins í strand, eru skilaboð fjármálageirans til landa eins og Spánar og Grikklands: ef þið skerið ekki niður hafið þið verra af en ef þið skerið niður munuð þið líka hafa verra af. Peningar eru ekki markmiðiðFjármagn er leið til að ná ákveðnu markmiði, ekki markmiðið sjálft. Það á að þjóna hagsmunum samfélagsins, ekki öfugt. Að koma böndum á fjármálamarkaði verður ekki auðvelt en það er hægt og verður að gera, með blandaðri aðferð skattlagningar og reglugerða. Í sumum tilfellum verður hið opinbera að hlaupa til og veita ákveðna þjónustu (sem það er þegar byrjað að gera, til dæmis með lánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja). Það þarf ekki að koma á óvart þótt fjármálageirinn vilji ekki láta koma taumhaldi á sig. Fyrirkomulagið hentaði honum vel eins og það var. Þar sem lýðræðið er veikt og spilling landlæg hefur fjármálageirinn úrræði til að sporna við breytingum. En góðu heilli hafa íbúar Evrópu og Bandaríkjanna fengið sig fullsadda. Sú stund er runninn upp að koma böndum á markaðinn. Það er enn margt ógert í þeim efnum. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki svo langt síðan allir gátu sagst vera orðnir hallir undir kenningar Keynes. Fjármálageirinn og kenningin um óhefta markaði hafði næstum riðið heiminum að fullu. Markaðirnir leiðréttu sig augljóslega ekki sjálfir. Afnám regluverks reyndist ömurleg mistök. „Nýjungarnar" sem nútíma fjármálakerfið kynnti til sögunnar leiddu ekki til meiri langtímaskilvirkni, hraðari vaxtar eða meiri hagsældar fyrir alla. Þær voru hannaðar til að komast framhjá bókhaldi og sköttum, sem hið opinbera þarf til að fjárfesta í grunnstoðum og tækni, sem liggja að baki raunverulegum vexti en ekki draugavexti eins og þeim sem fjármálageirinn bauð upp á. Heimili er ekki ríkiFjármálageirinn predikaði ekki aðeins hvernig ætti að skapa kraftmikið hagkerfi, heldur líka hvernig ætti að bregðast við kreppu (sem ríkisvaldið gat aðeins orsakað, samkvæmt hugmyndafræðinni, ekki markaðurinn). Í samdrætti minnka ríkistekjur og útgjöld aukast, til dæmis vegna atvinnuleysisbóta. Í framhaldi af því eykst fjárlagahallinn. Harðlínumenn úr röðum fjármálageirans töldu að ríkisvaldið ætti að einblína á að eyða fjárlagahallanum, helst með því að halda aftur af útgjöldum. Niðurskurðurinn myndi endurreisa traust, sem myndi glæða fjárfestingar nýju lífi - og þar með vöxt. Þótt þessi röksemdarfærsla kunni að hljóma sannfærandi, hefur sagan ítrekað sýnt að hún gengur ekki upp. Þegar Hernert Hoover Bandaríkjaforseti reyndi þessa forskrift, stuðlaði það að því að hrunið á verðbréfamörkuðum 1929 breyttist í Kreppuna miklu. Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reyndi sömu formúlu í Austur-Asíu árið 1997, breyttist niðursveifla í samdrátt, sem varð að lokum að kreppu. Röksemdarfærslan fyrir þessari kenningu er gölluð. Heimili sem skuldar meiri peninga en það getur endurgreitt með góðu móti, verður að halda útgjöldunum í skefjum. En þegar ríkisvald gerir þetta, dregur úr framleiðslu og tekjum, atvinnuleysi eykst og ríkið hefur minna á milli handanna til að endurgreiða skuldirnar. Það sem á við heimili á ekki við um ríki. Aðrir vara við því að ríkisútgjöld keyri upp stýrivexti og kæfi þannig einkafjárfestingu. Þetta eru gild sjónarmið í góðu árferði þegar atvinnuástand er eðlilegt. En þau eiga ekki við núna, í ljósi þess hversu ótrúlega lágir langtímastýrivextir hafa verið. Í Evrópu, sérstaklega Þýskalandi, og í vissum ríkjum Bandaríkjanna eykst krafan um aðhald í samræmi við aukinn fjárlagahalla og skuldasöfnun. Ef orðið verður við því, eins og raunin virðist vera í mörgum löndum, gæti það haft skelfilegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í ljósi þess hversu viðkvæm endurreisnin er. Hagvöxtur verður lítill, kreppan gæti aftur náð undirtökum í Evrópu og Bandaríkjunum. Örvunaraðgerðir, uppáhalds Grýla harðlínumannanna, eru ekki helsta ástæðan fyrir auknum ríkisútgjöldum og skuldasöfnun; þær eru afleiðingar skattalækkana og aukinnar eyðslu sem fylgja jafnan hagsveiflum. Aðhald dregur úr hagvexti og skuldirnar eiga í besta falli eftir að lækka örlítið. Einföld uppskriftHagfræði í anda Keynes virkaði: hefði það ekki verið fyrir örvunaraðgerðir ríkisvaldsins hefði kreppan verið lengri og dýpri og atvinnuleysi enn meira. Þetta þýðir ekki að við eigum að hunsa skuldastöðuna. En það sem máli skiptir eru langtímaskuldir. Keynes-hagfræðin býður upp á einfalda uppskrift: í fyrsta lagi forgangsraða; hætta að eyða peningum í óuppbyggilega hluti á borð við stríðin í Írak og Afganistan eða til að bjarga bönkum án þess að það blási lífi í lánveitingar, en verja fénu þess í stað í fjárfestingar sem gefa vel af sér. Í öðru lagi að ýta undir neyslu og stuðla að jafnari lífskjörum og skilvirkni. Það má gera með því að skattleggja fyrirtæki sem endurfjárfesta ekki og lækka skatta til þeirra sem það gera; hækka skatta á hagnað af spákaupmennsku (til dæmis í fasteignaviðskiptum) eða fyrirtæki sem losa út mikið af gróðurhúsaloftegundum, en lækka skatta á þá tekjuminnstu. Önnur úrræði gætu komið gagni. Stjórnvöld ættu til dæmis að hlaupa undir bagga með bönkum sem lána litlum og meðalstórum fyrirtækjum, þar sem mesta atvinnusköpunin á sér stað - eða að koma nýrri stofnun á laggirnar sem tæki það að sér, frekar en að styrkja stóra banka sem hagnast á afleiðuviðskiptum eða snúningum í kreditkortaviðskiptum. Dyntóttur húsbóndiFjármálageirinn hefur lagt mikið á sig til að skapa kerfi sem styrkir málstað hans; á frjálsum og opnum fjármálamarkaði getur fjármagnið flætt yfir lítið land eina stundina en þá næstu eru vextirnir orðnir himinháir eða fjármagnið hefur verið flutt annað. Við slíkar aðstæður virðast lítil lönd ekki eiga neinna kosta völ: fjármálageirinn heimtar aðhald af hálfu ríkisins ellegar flytur hann burt með peningana sína. Fjármálamarkaðurinn er hins vegar strangur og dyntóttur húsbóndi. Daginn eftir að Spánn tilkynnti um aðhaldsaðgerðir lækkuðu ríkisverðbréf landsins um flokk. Vandinn var ekki lítil trú á að spænsk yfirvöld myndu standa við loforðin, heldur trú á að þau myndu einmitt gera það og það myndi draga úr hagvexti og auka atvinnuleysi, sem þegar var í 20 prósentum. Eftir að hafa siglt hagkerfi heimsins í strand, eru skilaboð fjármálageirans til landa eins og Spánar og Grikklands: ef þið skerið ekki niður hafið þið verra af en ef þið skerið niður munuð þið líka hafa verra af. Peningar eru ekki markmiðiðFjármagn er leið til að ná ákveðnu markmiði, ekki markmiðið sjálft. Það á að þjóna hagsmunum samfélagsins, ekki öfugt. Að koma böndum á fjármálamarkaði verður ekki auðvelt en það er hægt og verður að gera, með blandaðri aðferð skattlagningar og reglugerða. Í sumum tilfellum verður hið opinbera að hlaupa til og veita ákveðna þjónustu (sem það er þegar byrjað að gera, til dæmis með lánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja). Það þarf ekki að koma á óvart þótt fjármálageirinn vilji ekki láta koma taumhaldi á sig. Fyrirkomulagið hentaði honum vel eins og það var. Þar sem lýðræðið er veikt og spilling landlæg hefur fjármálageirinn úrræði til að sporna við breytingum. En góðu heilli hafa íbúar Evrópu og Bandaríkjanna fengið sig fullsadda. Sú stund er runninn upp að koma böndum á markaðinn. Það er enn margt ógert í þeim efnum. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar