Sutil sektaður um 1.1 miljón fyrir að keyra á þremur hjólum 24. september 2010 20:14 Adrian Sutil á Force India tekur flugið í Singapúr í dag. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton var allt annað en sáttur við þær breytingar sem hafa verið gerðar á Singapúr Formúlu 1 brautinni og telur einn stað í brautinni beinlínis hættulegan. Adrian Sutil tók flugið á þessum stað og brotnaði framfjöðrun á bílnum þegar hann lenti harkalega. Sutil fékk sekt eftir atvikið. "Brautin var erfið í dag, af því það voru blautir kaflar á sumum stöðum, en okkur gekk vel. Við erum samkeppnisfærir og ég er bjartsýnn. Ég held við getum keppt við gæjanna á undan okkur. Red Bull menn eru ekki ósigrandi hérna", sagði Hamilton í tilkynningu frá liðinu á f1.com. "Mér finnst breytingarnar á brautinni hafa gert hana verri og það er beygjukafli sem er mjög erfiður. Maður nálgast hann á þriðja hundrað km hraða og ef eitthvað klikkar og maður lendir á kanti, þá er möguleiki á slæmu óhappi", sagði Hamilton. Sutil fór einmitt flugferð sína á viðkomandi stað og var ekki eins ómyrkur í máli og Hamilton. "Ég gerði mistök í beygju og fór yfir kant. Bíllinn tók flugið og þegar hann lenti, þá brotnaði framfjörðun. Það voru vonbrigði því ég gat ekki prófað mýkri dekkin. Bíllinn er miklu betri en sá sem ég keppti hér á í fyrra og við getum náð góðum árangri um helgina", sagði Sutil. Sutil var sektaður um 10.000 dali fyrir að keyra bílinn eftir brautinni eftir óhappið á þremur hjólum og skapa þannig hættu fyrir aðra. Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton var allt annað en sáttur við þær breytingar sem hafa verið gerðar á Singapúr Formúlu 1 brautinni og telur einn stað í brautinni beinlínis hættulegan. Adrian Sutil tók flugið á þessum stað og brotnaði framfjöðrun á bílnum þegar hann lenti harkalega. Sutil fékk sekt eftir atvikið. "Brautin var erfið í dag, af því það voru blautir kaflar á sumum stöðum, en okkur gekk vel. Við erum samkeppnisfærir og ég er bjartsýnn. Ég held við getum keppt við gæjanna á undan okkur. Red Bull menn eru ekki ósigrandi hérna", sagði Hamilton í tilkynningu frá liðinu á f1.com. "Mér finnst breytingarnar á brautinni hafa gert hana verri og það er beygjukafli sem er mjög erfiður. Maður nálgast hann á þriðja hundrað km hraða og ef eitthvað klikkar og maður lendir á kanti, þá er möguleiki á slæmu óhappi", sagði Hamilton. Sutil fór einmitt flugferð sína á viðkomandi stað og var ekki eins ómyrkur í máli og Hamilton. "Ég gerði mistök í beygju og fór yfir kant. Bíllinn tók flugið og þegar hann lenti, þá brotnaði framfjörðun. Það voru vonbrigði því ég gat ekki prófað mýkri dekkin. Bíllinn er miklu betri en sá sem ég keppti hér á í fyrra og við getum náð góðum árangri um helgina", sagði Sutil. Sutil var sektaður um 10.000 dali fyrir að keyra bílinn eftir brautinni eftir óhappið á þremur hjólum og skapa þannig hættu fyrir aðra.
Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira