Handbolti

Lærisveinar Dags töpuðu þremur leikjum um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Mynd/GettyImages
Austurríkismenn undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir Evrópumeistaramótið í handbolta sem hefst þar í næstu viku. Um helgina fór þar fram fjögurra liða æfingamót.

Austurríki tapaði öllum sínum þremur leikjum um helgina - fyrir Króatíu, Ungverjalandi og Póllandi.

Í síðustu viku tapaði þar að auki Austurríki í æfingaleik fyrir Þýskalandi í Innsbruck, 29-28.

Austurríki er nú að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti í handbolta í karlaflokki en þrátt fyrir reynsluleysið segir Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króatíu, að ekki megi vanmeta austurríska liðið.

„Austurríki er með gott lið og hæfileikaríka leikmenn sem flestir spila í þýsku úrvalsdeildinni. Þeir verða á heimavelli og því afar erfiður andstæðingur fyrir hvaða lið sem er," sagði Cervar.

Ísland er með Austurríki í riðli á EM en liðin mætast í Linz þann 21. janúar í annarri umferð riðlakeppninnar.

Úrslit leikja Austurríkis um helgina:

Austurríki - Pólland 26-32 (11-14)

Austurríki - Króatía 29-38 (16-15)

Austurríki - Ungverjaland 25-26 (13-16)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×