Innlent

Fátækir fá 15 þúsund króna sumarstyrk

SB skrifar
Fólk á framfærslu borgarinnar fær sumarstyrk.
Fólk á framfærslu borgarinnar fær sumarstyrk.

Samþykkt var í velferðarráði í dag að veita þeim sem eru á framfæri borgarinnar 15 þúsund krónu sumarstyrk auk 5000 krónu styrks fyrir hvert barn fjölskyldu. Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá við afgreiðslu málsins.

Í bókun Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna og Besta flokksins kemur fram:

"Það er afleitt að hér á landi skuli hundruð einstaklinga þurfa að leita til hjálparsamtaka í viku hverri til að þiggja matargjafir. Það fer því ekki á milli mála að lægstu laun, hvort sem um er að ræða laun á vinnumarkaði eða bætur hins opinbera eru of lág. Yfir 90% sem þiggja aðstoð hjálparstofnana lifa á slíkum tekjum. "

Þá segir jafnframt: „Ljóst er að sumaruppbót þessi gerir engan gæfumun hvað kjör viðkomandi einstaklinga varðar en líta má á sem táknrænt skref í áttina að þeirri leiðréttingu sem fyrir liggur á kjörum hinna lægst launuðu. "

Í frétt Vísis um málið nú fyrir skömmu var sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mótmælt málinu og vísað í bókun Sjálfstæðisflokksins frá fundi velferðarráðs þann 30. júní. Sú bókun var ótengd þessu máli og biðst Vísir velvirðingar á þeim mistökum.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×