Sigurður Pétursson: Dýrafjarðargöng aftur á áætlun 30. apríl 2010 09:24 Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfjarða skorar á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á Samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga, og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum."Þannig hljóðar áskorun sem var samþykkt á fundi Samgöngunefndar Fjórðungssambandsins 26. apríl, eftir að samgönguráðherra lagði fram nýja samgönguáætlun til 2012, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum til að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng.Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi Dýrafjarðarganga fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng eru forsenda allra áætlana um uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu og opinberrar stjórnsýslu á Vestfjörðum, hvort heldur litið er til Sóknaráætlunar 20/20, Byggðaáætlunar, samvinnu eða sameiningar sveitarfélaga eða annarra opinberrar þjónustu. Fullyrða má að Dýrafjarðargöng eru forsenda fyrir þróun byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng og uppbygging vegar um Dynjandisheiði sameinar byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu í eitt atvinnu- og stjórnsýslusvæði og er alger forsenda þess að opinberar áætlanir um uppbyggingu á Vestfjörðum nái fram að ganga. Á hinn bóginn er ljóst að frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng, þó ekki sé nema um nokkur ár, mun reynast samfélagi Vestfjarða dýr og um leið samfélaginu öllu.Í áskorun Samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til Alþingis er jafnframt minnt á þá staðreynd að miðað við samgönguáætlun og þær framkvæmdir sem nú eru í gangi á Norðausturlandi, má segja að innan tveggja ára verði allir þéttbýliskjarnar á landinu komnir með nútímasamgöngur milli héraða nema Vesturbyggð og Tálknafjörður, sem búa munu enn við hálfrar aldar vegakerfi, hvort heldur leiðin liggur í norður eða suður. Þetta er ástand sem Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur sagt að stjórnvöld ættu að biðja íbúana afsökunar á. Nú reynir á efndirnar.Framkvæmdir á veginum milli Flókalundar og Bjarkalundar og framlög til Dýrafjarðarganga eru forgangsmál í samgöngum á Vestfjörðum. Nú er að duga eða drepast. Við Vestfirðingar látum það ekki yfir okkur ganga að vera settir aftast í röðina einu sinni enn. Krafan er skýr: Dýrafjarðargöng aftur inn á áætlun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfjarða skorar á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á Samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga, og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum."Þannig hljóðar áskorun sem var samþykkt á fundi Samgöngunefndar Fjórðungssambandsins 26. apríl, eftir að samgönguráðherra lagði fram nýja samgönguáætlun til 2012, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum til að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng.Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi Dýrafjarðarganga fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng eru forsenda allra áætlana um uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu og opinberrar stjórnsýslu á Vestfjörðum, hvort heldur litið er til Sóknaráætlunar 20/20, Byggðaáætlunar, samvinnu eða sameiningar sveitarfélaga eða annarra opinberrar þjónustu. Fullyrða má að Dýrafjarðargöng eru forsenda fyrir þróun byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng og uppbygging vegar um Dynjandisheiði sameinar byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu í eitt atvinnu- og stjórnsýslusvæði og er alger forsenda þess að opinberar áætlanir um uppbyggingu á Vestfjörðum nái fram að ganga. Á hinn bóginn er ljóst að frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng, þó ekki sé nema um nokkur ár, mun reynast samfélagi Vestfjarða dýr og um leið samfélaginu öllu.Í áskorun Samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til Alþingis er jafnframt minnt á þá staðreynd að miðað við samgönguáætlun og þær framkvæmdir sem nú eru í gangi á Norðausturlandi, má segja að innan tveggja ára verði allir þéttbýliskjarnar á landinu komnir með nútímasamgöngur milli héraða nema Vesturbyggð og Tálknafjörður, sem búa munu enn við hálfrar aldar vegakerfi, hvort heldur leiðin liggur í norður eða suður. Þetta er ástand sem Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur sagt að stjórnvöld ættu að biðja íbúana afsökunar á. Nú reynir á efndirnar.Framkvæmdir á veginum milli Flókalundar og Bjarkalundar og framlög til Dýrafjarðarganga eru forgangsmál í samgöngum á Vestfjörðum. Nú er að duga eða drepast. Við Vestfirðingar látum það ekki yfir okkur ganga að vera settir aftast í röðina einu sinni enn. Krafan er skýr: Dýrafjarðargöng aftur inn á áætlun!
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun