Spáir hálfri milljón atvinnulausra í Danmörku í ár 5. febrúar 2010 14:34 Helge J. Pedersen aðalhagfræðingur Nordea bankans spáir því að hálf milljón Dana muni verða atvinnulausir á þessu ári, að hluta eða öllu leyti. Þetta byggir Pedersen á nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur.Samkvæmt tölum hagstofunnar jókst skráð atvinnuleysi í Danmörku um 88% milli áranna 2008 og 2009. Alls voru meir en 380.000 Danir skráðir atvinnulausir í fyrra í lengri eða skemmri tíma, það er frá nokkrum dögum upp í nokkra mánuði. Hagstofan hefur síðan umreiknað þá tölu þannig að atvinnuleysið samsvaraði því að tæplega 100.000 manns hefði verið án atvinnu allt árið þ.e. í 12 mánuði.Pedersen hefur reiknað það úr að allar líkur séu á að atvinnuleysið í ár muni samsvara því að um 150.000 verði án atvinnu allt árið. Og framreiknað þýðir það að 500.000 Danir muni verða fyrir barðinu á atvinnuleysi í lengri eða skemmri tíma. Þetta eru um 17% af öllu vinnufæru fólki í landinu.„Það verður afgerandi fyrir þróun vinnumarkaðarins að langtímaatvinnuleysi verði haldið á lágu stigi," segir Pedersen. „Annars er mikil hætta á því að fjöldi vinnufærra missi samband sitt við vinnumarkaðinn og eigi í erfiðleikum með að snúa til baka þegar betri tímar fara í hönd." Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Helge J. Pedersen aðalhagfræðingur Nordea bankans spáir því að hálf milljón Dana muni verða atvinnulausir á þessu ári, að hluta eða öllu leyti. Þetta byggir Pedersen á nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur.Samkvæmt tölum hagstofunnar jókst skráð atvinnuleysi í Danmörku um 88% milli áranna 2008 og 2009. Alls voru meir en 380.000 Danir skráðir atvinnulausir í fyrra í lengri eða skemmri tíma, það er frá nokkrum dögum upp í nokkra mánuði. Hagstofan hefur síðan umreiknað þá tölu þannig að atvinnuleysið samsvaraði því að tæplega 100.000 manns hefði verið án atvinnu allt árið þ.e. í 12 mánuði.Pedersen hefur reiknað það úr að allar líkur séu á að atvinnuleysið í ár muni samsvara því að um 150.000 verði án atvinnu allt árið. Og framreiknað þýðir það að 500.000 Danir muni verða fyrir barðinu á atvinnuleysi í lengri eða skemmri tíma. Þetta eru um 17% af öllu vinnufæru fólki í landinu.„Það verður afgerandi fyrir þróun vinnumarkaðarins að langtímaatvinnuleysi verði haldið á lágu stigi," segir Pedersen. „Annars er mikil hætta á því að fjöldi vinnufærra missi samband sitt við vinnumarkaðinn og eigi í erfiðleikum með að snúa til baka þegar betri tímar fara í hönd."
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira